Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 14

Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 14
120 MENNTAMÁL Það er ekkert einsdæmi, að þeim, sem um skólamál f jalla, sé farið að skiljast, að hér er mikil og alvarleg vöntun í starfi skólanna. í fyrra var bent á það í grein í Mennta- málum, að Norðmenn og Englendingar legðu nú mesta áherzlu á að endurbæta þennan þátt skólamála sinna. Hér er mikið verk að vinna, verk, sem er illa fallið til auglýs- inga og því erfitt að sýna af því mikinn árangur að minnsta kosti fyrst um sinn. En von þeirra, sem beita sér fyrir þess- um málum, er sú, að, ef þessu hlutverki er sinnt, þá muni vaxa upp með þjóðunum færri auðnuleysingjar og óhappa- fólk og lífsþróttur alls þorra manna fá betur notið sín en nú á sér stað. f nefndarálitinu segir, að kennsluaðferðirnar hljóti mjög að mótast af því markmiði, sem starfi skólanna er sett. Sú kennsluaðferð, sem enn ræður að mestu lögum og lofum þrátt fyrir allar framfarir, er yfirheyrslu- og viðtalsaðferð- in. Hversu hönduglega sem henni er beitt, þá felur hún það í sér, að starfi nemendanna er stjórnað frá kennara- borðinu og það, sem nemendurnir leggja í starfið verður aldrei nema hálft. Þessi aðferð gefur þeim lítinn kost að beita framtaki, skipuleggja starf sitt og taka á sig ábyrgð- ina á námsferlinum, og hún leyfir ekki heldur samstarf með nemendunum. Nefndin mælir því með því, að skólarnir leggi aukna áherzlu á að láta nemendurna vinna sjálf- stætt að hætti vinnuskólans og starfsuppeldis-stefnunnar (aktivitetspedagogik). Nefndin telur þó hvorki æskilegt né gerlegt að breyta innra starfi skólanna með lagaboðum. Ef það væri gert, mundi það kyrkja frjálsa hugsun og leit að betri starfs- háttum í skólum, auk þess sem hún viðurkennir nokkurn rétt kennaranna til þess að haga störfum sínum eins og þeir telja bezt henta og í samræmi við reynslu sína. Þó bendir hún á ýmsar leiðir til þess að koma á hagkvæmari starfsað- ferðum í skólunum, aðferðum, sem eiga meiri stoð í þekk- ingu nútímans en hinar eldri aðferðir. Er þar einkum að

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.