Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 14
212 MENNTAMÁI, FRIÐRIK HJARTAR skólastjóri: Samtengingar. — Kommureglur. (Nokkur aðalatriði.) gr. 112 Samtengingar eru smáorð. (Sjá gr. 34). Sumar þeirra eru aðeins eitt orð, t. d. og, ef, eða, þegar, og nefnast þá einyrtar samtengingar. Aðrar eru fleiri en eitt orð hver, t. d. þó að, svo að, af því að, og nefnast fleir- yrtar samtengingar. Nokkrar fleiryrtar samtengingar t. d. bæði— og, hvorki — né, eru fleygaðar af öðrum orð- um og nefnast fleygaðar samtengingar. Dæmi: Ég vil hvorki kaupa Faxa né Grána. Hesturinn er bæði fljótur og viljugur. gr. 113 Samtengingar skiptast í tvo aðalflokka: aðal- tengingar og aukatengingar. AÐALTENGINGAR: 1. en, heldur, enda: alltaf komma á undan; 2. og, eða, ellegar: komma eða punktur, þegar báðar setningarnar eru sjálfstæðar, annars ekki; 3. fleyguðu tengingarnar: bæði — og, hvorki — né, annaðhvort — eða, hvort — eða, ýmist — eða: eklci komma í milli. AUKATENGINGAR: 1. Slcýringartenging: að: alltaf komma á undan. 2. Spurnartengingar: hvort, hvort — eða, hvort sem — eða: alltaf komma á undan setningum. 3. Skilyrðistengingar: ef, nema, svo framarlega sem: alltaf komma á undan.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.