Menntamál - 01.12.1950, Síða 14

Menntamál - 01.12.1950, Síða 14
212 MENNTAMÁI, FRIÐRIK HJARTAR skólastjóri: Samtengingar. — Kommureglur. (Nokkur aðalatriði.) gr. 112 Samtengingar eru smáorð. (Sjá gr. 34). Sumar þeirra eru aðeins eitt orð, t. d. og, ef, eða, þegar, og nefnast þá einyrtar samtengingar. Aðrar eru fleiri en eitt orð hver, t. d. þó að, svo að, af því að, og nefnast fleir- yrtar samtengingar. Nokkrar fleiryrtar samtengingar t. d. bæði— og, hvorki — né, eru fleygaðar af öðrum orð- um og nefnast fleygaðar samtengingar. Dæmi: Ég vil hvorki kaupa Faxa né Grána. Hesturinn er bæði fljótur og viljugur. gr. 113 Samtengingar skiptast í tvo aðalflokka: aðal- tengingar og aukatengingar. AÐALTENGINGAR: 1. en, heldur, enda: alltaf komma á undan; 2. og, eða, ellegar: komma eða punktur, þegar báðar setningarnar eru sjálfstæðar, annars ekki; 3. fleyguðu tengingarnar: bæði — og, hvorki — né, annaðhvort — eða, hvort — eða, ýmist — eða: eklci komma í milli. AUKATENGINGAR: 1. Slcýringartenging: að: alltaf komma á undan. 2. Spurnartengingar: hvort, hvort — eða, hvort sem — eða: alltaf komma á undan setningum. 3. Skilyrðistengingar: ef, nema, svo framarlega sem: alltaf komma á undan.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.