Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Síða 20

Menntamál - 01.10.1952, Síða 20
90 MENNTAMÁL á öðru en að þeir skilji hverjir aðra, enda þótt túlkar séu þar óþekkt manntegund. Nokkrar útvarpsstöðvar útvarpa reglulegri dagskrá á esperanto. Þúsundir og aftur þús- undir sendibréfa fara fram og aftur frá hinum þéttbyggð- ustu stöðum og til hinna innstu afkima jarðar vorrar milli esperantista af hinum ólíkustu þjóðernum. Þau tungumál önnur, sem hafa verið búin til í því skyni að verða alþjóða- mál, hafa engri útbreiðslu náð en hjaðnað niður eins og bóla á haffletinum. Það er svo augljóst mál, að það þarf í rauninni ekki að eyða orðum að því, að engin þjóðtunga getur gegnt þessu hlutverki. 1 fyrsta lagi eru þær allt of erfiðar. í öðru lagi, ef þjóðtunga væri viðurkennd sem alþjóðamál, þá væri þeirri þjóð eða þeim þjóðum, sem hana á, veitt svo mikil forréttindi fram yfir aðrar þjóðir, að slíkt yrði aldrei samþykkt. Sú þjóð eða þær þjóðir, sem ættu þjóðtungu, sem hefði verið viðurkennd sem alþjóða- mál, mundu raunverulega gleypa heiminn í sig menningar- lega, og allar aðrar þjóðir hlytu að koma fram sem minni máttar gagnvart þeim. Allir, sem nokkuð hafa kynnt sér þessi mál, eru á einu máli um það, að þegar að því kemur, að eitt tungumál verði viðurkennt sem alþjóðamál, þá komi ekki annað til greina en esperanto. Og samt sem áður halda menn áfram að rölta hina gömlu götutroðninga, þó að ruddur hafi verið beinn og breiður þjóðvegur, þar sem öllum er heimilt að ganga. Þeg- ar ein þjóðin lærir ensku sem aukamál, til þess að nota ekki aðeins í samskiptum við enskumælandi þjóðir held- ur einnig aðrar, þá tekur önnur þjóð upp á því að læra frönsku í sama skyni, hin þriðja spænsku, hin fjórða ítölsku o. s. frv. Það er eins og ef Dani, Pólverji, ítali og Frakki mæltu sér allir mót í Berlín, og svo legðu allir af stað til ákvörðunarstaðarins, en Daninn stefndi bara í norður, Pólverjinn í austur, ítalinn í suður og Frakkinn í vestur. Hvar og hvenær mundu þeir mætast? Áreiðanlega ekki í Berlín.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.