Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Qupperneq 21

Menntamál - 01.10.1952, Qupperneq 21
MENNTAMÁL 91 Þegar fulltrúar Sameinuðu þjóðanna koma saman til þinghalds, þá verða þeir að gera svo vel að tala annað- hvort ensku, frönsku eða rússnesku eða þegja ella. Og allir, sem ekki eiga þessi mál, lúta höfði í auðmýkt, láta á sig heyrnartólin og — hlusta, ef þeir þá endast til þess. Við skulum reyna að bera saman í huganum andrúms- loftið á svona samkundu og á alþjóðaþingum esperantista, sem ég gat um hér að framan. Ef esperanto væri tekið upp og viðurkennt sem alþjóða- mál, hvílíkur sparnaður á tíma og fé, í skólum, í viðskipta- lífinu og á fjölmörgum öðrum sviðum. Túlkarnir yrðu að leita sér annarrar atvinnu. Skólanemendur hættu að læra þjóðtungur til einskis gagns. Ég segi til einskis gagns, því að mjög margir byrja að læra eina, tvær, þrjár eða jafn- vel fleiri útlendar þjóðtungur og hætta svo áður en því marki er náð, að námið beri nokkurn árangur. Þeir sem hafa tíma, löngun og hæfileika til að grúska í þjóðtung- unum, geta auðvitað gert það eftir sem áður. Til að girða fyrir misskilning vil ég taka það fram, að esperantistar eru ekki að vinna að því að útrýma þjóðtungunum, heldur að allir læri esperanto auk móðurmálsins. Hér er ekki rúm til að lýsa byggingu esperantos né í hverju það felst, að það er auðlært, enda munu a. m. k. margir kennarar hafa einhverja hugmynd um það. En einhverjir, sem ekki þekkja það, álykta e. t. v. sem svo: Fyrst esperanto er auðlært, þá hlýtur það að vera ófullkomið. En það er mesti mis- skilningur. Þegar allt kemur til alls, mun esperanto vera fullkomnara en nokkur þjóðtunga. En hér er ekki rúm til að rökræða það. Ég sagði, að menn röltu enn hina gömlu götuslóða, en þetta er ekki alls kostar rétt. Við höfum einmitt stigið stórt skref aftur á bak. Á miðöldum var latínan sameigin- legt mál aðalsins og kirkjunnar. Allir lærðir menn í hinum kristna heimi kunnu það mál. Nú er latínan horfin sem slíkur tengiliður, en við höfum ekkert fengið í staðinn

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.