Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 24
Cornell-háskóla líkt og t.d. Sapir á sínum tíma í Chicago og Yale. Sá var þó munurinn, að í lians embættistitlum var „anthropology" talin á und- an „(general) linguistics." Þeir Boas og Sapir voru báðir fæddir í Evrópu, og Bloomfield nam söguleg málvísindi 1913—14 hjá nýmálfræðingunum Leskien og Brugmann. Tengsl þeirra við Evrópu eru því ótvíræð. Þess- ir þrír menn eru brautryðjendur í amerískum málvísindum, og hafa allir haft mjög mikil áhrif. Boas var þeirra elztur. Höfuðrit hans, Hand- book of American Indian languages, kom út í þremur bindum 1911 — 1939. Helzta rit Sapirs, Language, kom út 1921. En Bloomfield (1887— 1949), sem var yngstur jseirra þremenninganna, varð án efa þeirra áhrifamestur. Frægasta rit hans, Language, kom út 1933. Þegar ég var við háskólanám í Bandaríkjunum 1959, sveif andi Bloomfields yfir vötnunum, og var ekki farið í launkofa með, að margir litu á hann sem æðsta prest amerískra málvísinda, og sagt var, að marg- ir dáðu hann svo mjög, að þeir kynnu langa spretti í Language utanbókar. í ágripi af sögu málvísindanna, A Sliort His- tory of Linguistics, sem kom út fyrir aðeins 3 ár- um (1967) og er skrifað af R. H. Robins, prófessor í almennum málvísindum við Lundúnaháskóla, er komizt svo að orði (bls. 208), að Language Bloomfields „remains unsurpassed as an intro- duction to linguistics after more than thirty years“. Þó að þessir þrír brautryðjendur amerískra málvísinda hafi haft nokkur tengsl við Evrópu, er alveg óvíst, að nokkurt beint samband sé milli þeirra og Saussures. Sennilega liafa þeir Boas og Sapir staðið Humboldt nær. Það er því eftir- tektarvert, að hugmyndir Saussures um samtíma- lega mállýsingu og formgerðarkiinnun máls eru einmitt sem rauður þráður í amerískum málvís- indum og hafa átt miklu meira fylgi að fagna vestan hafs en austan fram á síðustu ár. Inngangur Boasar að áðurnefndri Handbook 1911 er enn talinn vera „excellent introduction to descriptive linguistics", svo að enn sé vitnað til Robins (bls. 208). Og í höfuðriti Sapirs, Language, 1921, koma fram undirstöðuhugmyndir í anda formgerðarstefnunnar. Annars kom Sapir víða við í riturn sínum, fór langt út fyrir málið sjálft, and- stætt Saussure. Þótt þeir Boas, Sapir og Bloomfield hafi ver- ið nefndir hér í sömu andránni, voru þeir að ýmsu leyti gagnólíkir. Bloomfield var sá þeirra, sem lagði ríkasta áherzlu á að kanna íormgerð máls- ins. 9. kaflinn í Language fjallar um merkingu (,,Meaning“), en merkingarfræði stóð honum fjær en formfræði, og hann virtist eitthvað svart- sýnn á, að unnt væri að ná vísindalegum tökum á m'erkingarfræði. Þess vegna var þeirri grein lítill gaumur gefinn í Bandaríkjunum á árunum milli 1930 og 1950, þegar Bloomfield er þar áhrifamestur. (Bloomfields-tímabilið er reyndar venjulega talið 1933—1957.) Formið var Bloomfield undirstöðuatriði, og bandarískir málfræðingar fylgdu honum í því. í amerískum málvísindum var lögð höfuðáherzla á tv<> grundvallarhugtök í allri mállýsingu, fónem, undirstöðueiningu hljóðkerfisins, og morfem, hina smæstu merkingarbæru einingu málfræði- kerfisins. Munurinn á málhljóði og fónemi var eins og munurinn á einstaklingi og ílokki, ein- staklingarnir (málhljóðin) nefndust fónar og alló- fónar. Á sama liátt er nú farið með einingar mál- fræðikerfisins. Morf og allómorf eru einstakling- arnir, morfemið flokkurinn. í setningafræði var einnig reynt að koma við formlegum greiningar- aðferðum. Morfem tengjast og raða sér saman á ýmsa vegu og rnynda stærri og stærri samsett form. Hvert samsett form er gert úr a. m. k. tveimur höfuðhlutum (immediate constituents) og mynda formskipanir af ýmsu tagi, unz komin er heil setn- ing. Bloomfield skipti s'etningafræðilegum form- skipunum í tvo llokka, sem liann nefndi endo- centric (innhverfar) og exocentric (úthverfar) formskipanir, eftir því hvort einhver af aðalhlut- um hennar gegndi sams konar setningafræðilegu ldutverki og formskipunin í heilcl eða ekki. Yngri málfræðingar lrafa svo leitazt við að koma við tví- skiptingu samsettra forma. Merkasta ritgerðin um hiifuðhlutaskiptingu (immediate constituent analysis) er eftir Rulon Wells og birtist í tímarit- inu Language 1947. í kringum miðja öldina var svo komið, að MENNTAMÁL 106

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.