Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 34
átján, sem er summan a£ kvaðrötum staðal- villna tveggja slíkra einkunna. Kvaðratrót a£ 18 er um það bil 414. Þetta er staðalvilla mismunar einkunnanna tveggja. Það sést strax, að hún er miklu hærri en staðalvilla hvorrar einkunnarinnar um sig, sem er 3. E£ þú vilt vera 95% viss um, að einkunn- irnar tvær sýni sannan mismun, ætti mis- munur þeirra að vera ltelmingi meiri en staðalvilla mismunarins, ekki tvisvar sinn- um staðalvilla annarrar hvorrar einkunnar- innar. Með öðruin orðum, mismunur eink- unnanna tveggja ætti að vera a. m. k. 8i/2 stig, ekki aðeins 6 stig, eins og sumir mæla með. Sérfræðingunum, sem mæla með 6 stiga mun hér, er vel kunnugt um þetta at- riði, en þeir mæla ekki með því vegna þess, að (1) það mundi vera of flókið og tafsamt fyrir kennara að margfalda, leggja saman og draga út kvaðratrót, áður en hverjar tvær einkunnir eru bornar saman; (2) ef tvö einkunnabil skarast ekki, snertast þau venjulega ekki og fjarlægðin á milli þeirra er líkleg til að vera tölfræðilega marktæk, (3) jafnvel þegar þær snertast, er mismun- ur einkunnanna tveggja marktækur nálægt 15% mörkum, sem nægir kennaranum í flestum tilvikum. Marktækni. Þegar greint er frá niðurstöðum rann- sókna sem staðreyndum en ekki skoðunum höfundar, 'er venja að merkja þár á eftir- farandi hátt; ** (marktækar við 1% mörkin); * (marktækar við 5% mörkin); NS (ekki marktækar). Hið síðast nefnda er skammstöfun (ensk) fyrir „ekki einu sinni marktækt við 5% mörkin.“ Þannig mundi mismunur tveggja einkunna, þar sem einkunnabil snertast, en skarast ekki, vera sagður „ekki marktækur", vegna þess að hann er aðeins marktækur við 15% mörkin. Þetta þýðir, að af hverjum 100 mismunum nákvæmlega jafn stórum, MENNTAMÁL 148 gætu 15 verið tilkomnir fyrir hreina tilvilj- un vegna þess livaða spurningar veljast í prófið. í hverju þessara tilfella er engin leið að segja um, hvort mismunurinn var „raun- verulegur". Það eina, sem við getunt sagt eftir að hafa reiknað út stöðugleika prófs- ins, er að möguleikarnir eru 15 á móti 100 að mismunurinn sé falskur. Það er yfirleitt ekki talið marktækt. Augljóst er af þessu, að tölfræðingur, sem breytir skv. þessum lögmálum sínum, mundi aldrei veðja á hest í veðreiðum. Hann er því aðeins fús til að viðurkenna, að mismunur sé „raunverulegur“, (þ. e. ekki orðinn til fyrir tilviljun) e£ möguleikarnir eru minni en 5 af hundraði á því, að hann gæti hafa orsakazt vegna úrtaksins, t. d. því, hvaða prófspumingar voru valdar. En, þetta er jafnvel talin mikil áhætta, og hann er þá fyrst ánægður, þegar möguleikarnir á því að mismunurinn sé falskur, er aðeins 1 á móti 100. Þar sent hann auk þess er leik- inn í að nota orð í gagnstæðri merkingu við það, sem leikmaður mundi nota þau, kallar Itann þessa tvo punkta „5% mörkin“ og „1% mörkin". Þetta hljómar eins og hið síðarnefnda væri ekki eins marktækt og hið fyrrnefnda, en því er þveröfugt farið. Hið fyrrnefnda þýðir, að það eru minna en 5 möguleikar af 100, að mismunurinn sé tilviljun; hið síðarnefnda að möguleikinn sé minni en 1 af 100. Þótt tölfræðingum líki ekki við hið óljósa orðalag leikmanna, þá getum við sem leikmenn sem bezt hugsað okkur í fyrra tilvikinu, að það sé 95% vissa, og í seinna tilvikinu að það sé 99% vissa fyrir því, að munurinn sé raunverulegur. Við ættum samt sem áður að skilja fullkom- lega, hvað við meinum með þessu óljósa orðalagi. „Raunverulegur" þýðir liér aðeins „ekki tilviljun." Það þarf ekki endilega að þýða „sannur", því að ef tilraun er gerð af manni, sem hefur fyrirfram ákveðin sjónar- mið, gæti liann komizt að niðurstöðum, sent væru ekki sannleikanum samkvæmar (eins og ætti eftir að koma í ljós af niðurstöðum

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.