Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Qupperneq 25

Menntamál - 01.06.1972, Qupperneq 25
Egil Viken, lektor: Samvinna forskóla og skyldunámsskóla Erindi flutt á XII. Norræna fóstruþinginu ♦- FORSKÓLI — GRUNNSKÓLI Skólakerfi okkar liefur oítast verið skipulagt í „clilkum". Það hafa lítil eða engin tengsl verið milli hinna einstöku „dilka“. Kennarar og nem- endur hafa verið dregnir í sinn „dilk“ án sam- bands við „dilkana" við hliðina. Hvað um nýju skipulagshugmyndirnar um skólann? Verður santbandið milli „dilkanna" auk- ið? Við skulum skoða samhengið milli forskóla og grunnskóla. Kappræður um markmið grunnskóla hafa farið fram nú um lníð á öllum Norður- löndunum og samkomulag hefur orðið um orða- lag. Umræðurnar um markmið íorskólans eru enn í fullum gangi og engin niðurstaða er fengin. Þrátt fyrir ]t;ið getum við verið viss um eitt atr- iði, sent verður að taka með, sem sé hið uppeldis- lega takmark, sem er eðlilegur liður í því upp- eldi, sem við viljum veita börnutn okkar í skól- anurn. Grundvallarlögmálin í starfsemi grunnskólans hljóta að gefa til kynna, ltver eigi að vera liin uppeldislegu markmið í forskólastarfinu. Uppeldið verður að beinast að því marki að þroska persónuleika barnsins almennt. I*að krefst áætlunar, sem veitir möguleika til: — félagslega örvandi athafna — eflingar ábyrgðartilfinningar — líkamlegrar áreynslu — talæfinga og aukningu orðaforða — fagurfræðilegs starfs og skapandi athafna. ...............................................♦ Börnunum verður að veitast tækifæri til að lifa í umhverfi, sem örvar þau bæði líkamlega og andlega. Mikilvægur er hinn greinandi þáttur starfsins. Allt starf okkar verður að vera varnaðarstarf. Af- brigðileg börn verður að taka í meðferð eins fljótt og auðið er. Læknisfræðileg, félagsfræðileg og uppeldisleg aðstoð við afbrigðileg börn verður að vera jafntiltæk í forskólanum og á öðrum skólastigum. BARNIÐ Á BREYTINGASKEIÐINU: FORSKÓLI — GRUNNSKÓLI (.---------------------------------------- Likamlega: — Vaxtarhlutföll milli líkamshluta breytast og tannskipti eiga sér stað. — Barnið er óstciðugt, spennt og órólegt og á- kveðinna þreytueinkenna verður vart. — Atliafnir með grófum lireyfingum, klifri og hoppi, eru áberandi. — Æfingar, sem krefjast leikni í ýmsum athöfn- um eru oft mikilvæg skilyrði. Leikurinn ger- ir oftast kröfur um nákvæmar fínlneyfingar (teikna, smíða, saurna, prjóna). — Einbeitingarhæfnin þróast verulega. Andlega: — Breyting frá ímyndun til raunsæis, viðhorfin verða hlutlægari. — Hæfnin til að halda uppi sjálfkvæmum sam- ræðurn þroskast, barnið tekur við málrænni örvun. Hæfnin til að liagnýta málið verður MENNTAMÁL 127

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.