Menntamál


Menntamál - 01.10.1972, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.10.1972, Blaðsíða 12
Á ’ýmsum námsleiðum í raungreinum er gert ráð fyrir valgreinum, bæði innan aðalgreinar og utan, einkum á síðasta námsári. Getur valið þá farið eftir áhugamálum nemandans og áætlunum hans um starf (framhaldsnám meðtaiið) að loknu prófi frá deildinni. Hlutverk námseiningakerfisins Eins og námseiningakerfinu er nú beitt í deild- inni gegnir það einkum eftirfarandi hlutverk- um: 1) I>að segir til um áœtlað vinnumagn nem- enda í hverri einstakri námsgrein. Þannig geta bæði nemendur og kennarar fylgzt með því að t.d. heimavinna sé í samræmi við áætlaðan hlut viðkomandi greinar í heildinni. 2) Það auðveldar mat á jyrra ?xámi nemenda sem skipta um námsleið eftir að hafa lokið ein- hverjum prófum við deildina. Hin litla reynsla sem fengin er bendir til að nokkuð verði um slík skipti, enda er námsefni ýmissa námsleiða að talsverðu leyti sameiginlegt fyrstu árin. Deild- in hefur ekki enn mótað skýra stefnu um með- ferð slíkra mála, en það er persónuleg skoðun mín að taka beri sem nrest tillit til fyrra náms. 3) Námseiningakerfið er forsenda sveigjanlegs valgreitiakerfis. Eins og áður er sagt tekur slíkt kerfi til síðari ára í ýmsum raungreinum. Að rnínu viti mætti valgreinakerfið gjarnan verða enn víðtækara. Þess má geta að Verkfræðihá- skóli Danmerkur hyggst nú taka upp mjög víð- tækt valgreinakerfi, þannig að aðeins örfáar und- irstöðugreinar raunvísinda verði öllum verk- fræðinemum sameiginleg skylda. 4) Námseiningakerfið auðveldar mat og sam- anburð á námi við mismunandi deildir háskól- ans. Þannig auðveldar kerfið nemendunr að stunda nám við fleiri cn eina deild og fá það viðurkennt til lokaprófs. Þessar fullyrðingar ná raunar ekki fullu gildi fyrr en allar aðrar deild- ir hafa tekið upp námseiningakerfi. Þess má geta að námsbrautin í jjjóðfélagsfræðum Iiefur frá upphafi notað námseiningakerfi með svipuðu sniði og hér hefur verið lýst, viðskiptadeild lief- ur nýlega tekið upp slíkt kerfi og sunrar aðrar deildir munu hafa í athugun að gera slíkt lrið sama. Huðleiðingar Eg veit ekki hvaða hugmyndir lesandinn hef- ur gert sér unr hugtakið námseiningakerfi áður en hann byrjaði að lesa þessa grein. Mér sýnist hins vegar eðlilegt að skilgreina lrugtakið frenr- ur rúmt, þannig að einkenni slíks kerfis sé ekki annað en það að hinar ýmsu námsgreinar í við- komandi skóla séu metnar til námseininga, senr síðan nrá nota til að bera saman námsgreinarn- ar nreð ýmsunr hætti og í ýmsunr tilgangi. Þessi skilgieining tekur m.a. til hins nýja ciningakerfis rnenntaskólanna eins og því er lýst í reglugerð nr. 12/1971. Raunar er sitthvað sanr- eiginlegt með beitingu þess kerfis og núverandi tilhögun námseiningakerfis verkfræði- og raun- vísindadeildar í raungreinanámi. Til kjörsviða menntaskólanna svarar skyldunámsefni hinna ýmsu námsleiða raungreinanámsins, en við bæt- ist í báðunr tilvikum takmarkað safn valgreina. Hins vegar er sá grundvallarmunur á þessunr tveinr kerfum að námseiningar menntaskólanna eru skilgreindar út frá kennslustundafjölda á viku en skilgreining deildarinnar miðast við heildarvinnumagn nenrandans í greininni. Mér virðist skilgreining deildarinnar öllu heppilegri, enda lneint ekki augljóst að kennslustundir í mismunandi greinum í menntaskóla kosti nem- andann jafnmikla vinnu. Þess má geta að verk- og tæknimenntunarnefnd á vegunr menntamála- ráðuneytisins, senr skilaði áliti á síðasta ári, notar sömu skilgreiningu námseiningar og verk- fræði- og raunvísindadeild. Mér er ekki grunlaust um að margir lesendur leggi jjrengri skihring í hugtakið námseininga- kerfi heldur en hér hefur verið lýst. Líklega staf- ar það af því að námseiningakerfi lrefur oft verið komið á unr leið og valfrelsi nenrenda er stór- lega aukið. Einingakerfið er að sjálfsögðu mjög hentugt tæki og jafnvel forsenda slíkra breyt- inga, en getur hins vegar líka staðið eitt sér, eins MENNTAMÁL 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.