Menntamál


Menntamál - 01.10.1972, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.10.1972, Blaðsíða 30
9.800 kr. mánaðarlaun, eða sem SÍS bauð stúlkum (piltum var boðið 14.000). Ein stúlkan fór til .... fjarðar á karlmannskaupi, því að enginn karlmaður fékkst þangað." Þetta er síðtir cn svo einsdæmi, fremur regla hjá fyrirtækjum almennt, þau opinberu yfirleitt ekki undanskilin. Farið er í kringum launajafnréttislögin með jiví að skipa piltum og stúlkum í mismunandi störf — eða alla vega gefa störfum þeirra mismun- andi heiti, þótt menntun og undirbúningur sé oft sá sami. I umræðum við forráðamenn verzlunarfyrirtækja unt gildi gagnfræðaprófs bárust einnig í tal mismun- andi laun karla og kvenna. Leitaði ég eftir ástæðum fyrir þessum mismun. Það skal endurtekið, að viðræð- ur jtessar áttu sér stað i júlí 1967. Forráðamenn verzl- unarfyrirtækja beritu gjarnan á, að starfsævi kvenna væri almennt styttri en karla og jtess þegna væri síð- ur Jriirf fyrir að tryggja starfskraft kvenna með góð- um launum, og auk þess sóun að þjálfa kvenfólk til ábyrgðarmikilla starfa, sem það hyrfi svo e.t.v. úr eftir örstuttan tírna. Þeir héldu Jrví hins vegar fram að kjör karla og kvenna yrðu Jtau sömu hjá fyrirtækjum Jteirra Jsegar starfsaldur kvenna væri orðinn langur og augljóst væri, að Jtær myndu ekki fljótt hætta í starfi. Forstöðumaður stórrar opinberrar stofnunar lagði á Jtað áherzlu að hvarvetna væri hjá sér sömu laun fyrir sömu vinnu og sagði hann, að stofnun sín neitaði að setja konur í lægri launaflokk á þeim forsendum, að starfsævi [teirra væri styttri. Hins vegar hvartaöi hann undan þvi aö erjiit vccri að já konur til að srekja um yfirmanns- og aðrar ábyrgðarstöður, þólt vitað vœri að þœr vccru til þess vel hœfar. Kvaðst hann oftar en einu sinni liafa hvatt konur til að sækja um trúnaðarstöðu en |iær neitað. M.a. af Jteim ástæð- urn yrðu konur gjarnan í lægri launaflokkum en karlar. Húsmœður. 35 af 162 stúlkum úr hópi gagnfræðinga 1963— 1966 voru húsmæður í jiilí 1967. Með húsmóður er átt við konu, sem ásamt eiginmanni er ábyrg jyrir heimili. Þess vegna eru hér ekki taldar með ógiftar mæður (sem að Jjví er virtist bjuggu yfirleitt hjá for- eklrum) eða stúlkur, sem voru trúlofaðar, en bjuggu ekki með unnusta. Stúlkurnar voru almennt fæddar á árunum 1946—1949 og voru jjví í júlí 1967 flestar 17-21 árs. Allar þesar ungu húsmæður voru einnig mæður; raunar virtist faiðing barns og stofnun heimilis tengj- ast saman í fleslum ef ekki öllum tilfellum. Spurt var skipulega um barnafjölda, Jjegar um húsmæður var að ræða, og áttu allar þær liúsmæður, sem útskrif- uðust 1965—1966 og voru Joví 17—19 ára gamlar í júlí MENNTAMÁL 208 1967, 1 barn, en þær, sem útskrifuðust 1963—1964 og voru í júlí 1967 19—21 árs, áttu frá 1—3 börn. A töflu 12 sést skipting húsmæðra eftir Jjví hvort Jiær voru í hjónabandi og eftir [)ví hvort })ær unnu utan heimilis. Eins og sjá má af ofanrituðu virðist mjög algengt að heimilisstofnun komi á undan hjúskap, en nœr eingöngu sem millistig. Verulegur skriður virðist kom- ast á heimilisstofnun eftir 18 ára aldur, og virðist hjúskaparstofnun vera fremur jafnt stígandi meðal ])essara árganga gagnfræðinga. Þannig voru húsmæður 16% af árganginum 1965, um 32% af árganginum 1964 og um 42% af árganginum 1963. Ff bera á hjúskaparstöðu stúlknanna saman við hjúskaparstöðu piltanna, sem luku gagnfræðaprófi, er sá erfiðleiki í vegi, að spurningin um starf pilt- anna kom ekki við hjúskaparstöðu Jteirra og ])ess vegna veitir umrædd könnun ónóga heimild um það atriði. Eigi að síður má í flestum tilfellum greina hvort viðkomandi piltur var orðinn heimilisfaðir (t. d. skipti á heimilisfangi, beinar upplýsingar o. s. frv.). Aðeins 5 piltanna voru ótvfrætt heimilisfeður í júlí 1967, eða 2 af árganginum 1963 og 3 af árganginum 1964. Talan hefði vafalaust verið eitthvað hærri hefði ávallt verið spurt um hjúskaparstöðu, en J)ó er ljóst að hér er um grundvallarmun milli kynjanna að ræða; urn lielmingur stúlknanna gekk í hjónaband næstu 4—5 árin eftir gagnfræðapróf en aðeins mjög lítill hluti piltanna. Þetta er rétt að hafa í huga við ahugun á framhaldsnámi. Hjúshapur — nám. Eins og áður er getið kváðust aðeins tvær stúlkur hafa hætt námi vegna hjúskaparstofnunar. Engin stúlka var i senn i hjónabandi og við nám. Af Jtessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.