Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 39
SKRIFAÐ FYRIR 70 ARUM Emile Durkheim, franski félagsfræðingurinn, ritar þetta árið 1905 í bók sinni L‘Evolution pédagogique en France (Þróun uppeldismála í Frakklandi). Hér eru orð hans birt til umhugs- unar um almennan vanda sem er ekki síður nýr en gamall. (Textaheimild: Le Monde de l‘édu- cation, September 1975. —Þýð. A. í.) „í meira en hálfa öld hefur kennsla í æðri skólum verið í alvarlegri kreppu og fer því fjarri að séð sé fyrir endann á henni. Allir finna að kennslan getur ekki haldið áfram í sama farinu en mönnum er hins vegar enn ekki ljóst hvert stefna skuli. Til þessa ástands má rekja breytingar, sem gengið hafa í garð, hver á eftir annarri, hver annarri til fyll- ingar eða leiðréttingar, stundum jafnvel hver gegn annarri. Þessar breytingar bera vott um það hversu vandinn, sem við er að etja, er í senn erfiður við- fangs og brýnt úrlausnarefni. Land vort er raunar ekki eitt um þennan vanda. Hann hefur gert vart við sig með nauðalíkum hætti í sérhverju stóru Evrópuríki. ... Meðan hugur manna er haldinn óvissu getur engin ákvörðun stjórnvalda, hversu viturleg sem hún kann að vera, leitt slíkan vanda til lykta. Hið mikla átak til umsköpunar og endurskipulagning- ar, sem verður að koma til, hlýtur að verða verk þeirrar stéttar sem kölluð er til að móta sjálfa sig og endurskipuleggja. Hugsjón verður ekki gefin út með tilskipun; hana verður að skilja og elska. Af þessum sökum er ekkert brýnna en að hjálpa verðandi kennurum menntaskóla vorra til að mynda sér sameiginlega skoðun á því hvernig háttað skuli þeirri kennslu sem þeir eiga að bera ábyrgð á, hver skuli verða markmið hennar og aðferðir ... Kennsla í æðri skólum er í menntunar- legri ringulreið; hún svífur í óvissu milli deyjandi fortíðar og óráðinnar framtíðar. Fyrir því ber hún ekki vott um sama lífsmark, sömu lífsþrá og áður. Hin forna trú á eilífa dáð hinna klassísku fræða er endanlega brostin. Jafnvel þeir sem tamast er að beina sjónum til hins liðna fínna að eitthvað er breytt, að fæðst hafa nýjar þarfír sem verður að fullnægja. Aftur á móti hefur engin ný trú komið í stað þeirrar sem hverfur. Hlutverk uppeldis- legrar menntunar er einmitt að hjálpa til að leggja grundvöll að slíkri nýrri trú og, í kjölfar þess, grundvöll að nýju lífi. Því að uppeldisleg trú er sál kennarastéttarinnar“. MENNTAMÁL 37

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.