Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 7

Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 7
VORIÐ 47 heitt sem er, en þú getur farið í sparifötin og svo getur þú farið úr jakkanum ef þér er heitt«. Þei, þei! Eitthvert þrusk heyrð- ist í grasinu. Dálítið sívalt, skríð- andi dýr rétti sig upp á milli stráanna með opinn kjáftinn svo skein í hvíta tönn. Steini vaknaði af værum svefni við sársauka í handleggnum. Hann sá ofurlítið höggormsgrey skreiðast burt með mestu hægð. — Guð minn góöur! Það er úti um mig! Það er komin nótt og ég ligg einn úti í skógi. Ég dey af eitrinu. Mamma! Pabbi! Grátur- inn brauzt frarn með margföldu afli. — — — Iieima hjá Steina litla var allt í uppnámi þegar átti aö fara að borða kvöldmatinn fannst hann hvergi. Það var hlaupið í íiæstu hús, en hann fannst ekki beldur. Loksins var leitað til skógarins. Piltarnir dreifðu sér með nokkru millibili, en nú tók að dimma, svo ekki var auðleitað. »Hvað getur hafa orðið af drengnum minum?« hugsaði pabbi hans, þar sem hann brauzt gegnum skógarþykknið. »Skyldi ég aldrei fá að sjá hann framar?« f sama bili heyrði hann hátt hljóð skammt frá. Hann hlustaði. Nú kom það aftur. Hann þekkti hljóðið. Það var Steini. — iSteini var fluttur heim í snatri. Læknirinn kom og gaf honum meðal, sem átti að verka á móti eitrinu, og svo sagði læknirinn að hann yrði að liggja í rúminu í 6 vikur. Hann var afar máttlaus lengi, lengi. Einn dag kom Helga. »Má ég koma inn til hans?« sagði hún við mömmu hans. »Já, gerðu svo vel«. Hún hafði ætlað sér að biðja hann fyrirgefningar, en nú gat hún það ekki, hún rétti honuni bara höndina og stóð svo þegj- andi eins og álfur. Loksins sagði hún eins og ó- sjálfrátt: »Var höggormurinn voðalega ljótur?« »Já, agalega«, anzaði Steini. Og nú var feimn- i'n fokin út í veður og vind. »Var hann eins ljótur og kisa þegar hún kvæsir, og hárin risa á hryggnum á henni?« »Miklu ljótari!« »Varstu ekki hræddur, þegar hann kom með opinn kjaftinn?« »Ég var sofandi«. »Ég- ætla aldrei að stríða þér aftur, Steini«. »Þakka þér fyrir, og þá skal ég aldrei framar vera í vondu skapi«, sagði Steini. Að mánuði liðnum fór hann á fætur. (Samið í Danmörku). M. S. Áriö 1028 voru hér á landi 30023 kýr, 627140 kindur, 2845 geitur, 52245 hross og 36018 hænsni. Á Islandi eru 20 prófastsdæmi, 114 prestaköll, 272 sóknir, 48 læknishéruð, 211 ljósmóðurumdæmi, 205 skólahéruð, 8 kaupstaðir, 203 hreppar, 23 sýslur.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.