Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 8

Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 8
48 VORIÐ Skollablindan. Börnin á Hálsi voru kát þetta kvöld. Þau höfðu fengið leyfi til að bjóða kunningjunum til sín úr nágrenninu, en það höfðu þau sjaldan áður fengið. Þegar gestina bar að garði, tóku börnin fagnandi á móti þeim og leiddu þá inn í stofu. Svo var kaffi og brauð borið á borð og börnunum öllum raðað kringum það. »Þetta er fallegur hópur«, sagði heimilisfólkið, þegar það kom inn í stofuna og sá þar tíu hrokkin- hærða kolla alltaf á iði. Þegar börnin voru orðin södd, fóru þau að skeggræða um það, í hvaða leiki þau ættu að fara. Sumir vildu spila, t. d. Svarta- Pétur eða Vitlausa-Hund, en aðr- ir vildu það ekki. Um þetta var þráttað, þangað til Stína litla, eizta dóttir hjónanna á Hálsi, stakk upp á því, að allir skildu fara í skollablindu. Þetta þótti krökkunum þjóðráð, en það hafði engum komið til hugar nema Stínu, og nú bauðst hún líka til þess að ná. Var nú þegar í stað bundið fyr- ir augun á Stínu og þar með byrjað. Stína skálmaði fram og aftur um gólfið þvert og endilangt. Einn drengjanna, sem Hans hét, tók þá upp á því að stinga Stínu í hendurnar með priki og ætluðu hinir krakkamir alveg að springa af hlátri, þegar Stínu varð sem mest illt við. En eftir stutta stund var Stína búin að ná í hárið á Hans og varð hann þá aö gera sér að góðu að setjast upp í rúm því að hann var náður. Þegar Stína var nærri því bú- in að ná öllum, bauðst Ilans til að ná. Þáði Stína það, enda var hún orðin þreytt. Hans fór nú að ná, en honum gekk illa. Bannsetta prikið, senr hann hafði sjálfur fundið upp á að nota, var líka allstaðar fyrir honum og krakkarnir hlögu öll ósköp. Fór þá heldur en ekki að koma berserksgangur á kappann. Tók hann svo fast í fléttinginn á

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.