Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 14

Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 14
54 VÖRIÖ Er tóbakið eitrað ? 4 Viö vísindalegar rannsóknir liefir sannast að: 1 dropi tóbakseitur (nikotin) drepur kaninu á svipstundu. 5 dropar drepa hund á örfáum mínútum. 8 dropar drepa hest á 4 mínút- um. 1 gramm er nægilegt til að drepa 12 hunda. 1 gramm er nægilegt til að drepa 60 kanínur. Ef að einum dropa af tóbaks- eitri er blandað í einn lítra af vatni, og padda látin í vatnið, drepst hún á tæpum klukkutíma. Ef að tóbakseitur er borið á glerstöng og henni svo haldið framan við nefið á fugli, dettur hann á svipstundu dauður til jarðar. Ef maður borðar 50—60 milli- .grömm af tóbakseitri, ómenguðu, bíður hann þegar bana. Og þetta efni nota menn sem hressingar- og nautnameðal, ekki aðeins fulltíða menn, heldur einn- ig börn. Hugsið um þetta, ungu vinir, áð- ur en þið venjið ykkur á tóbaks- nautn. Kennarinn (í kennslustund í kristn- um fræðum): »Hefir þú ekki lesið bréf Páls postula?« Drengurinn: »Nei, ég hefi aldrei lagt það í vana minn að hnýsast í bréf ann- ara manna«, Vitur hesiur. Bóndi nokkur, sem oft fór i kaupstaðinn, hafði þann ljóta vana að dreklta sig fullan í hvert skipti sem hann kom þangað. Eins og nærri má geta fór hann ekki ætíð vel með hestinn sinn í þessum ferðum, en sjálfur lenti hann oft í höndunum á lögregl- unni fyrir drykkjulæti, og varð hún þá að sjá um hestinn á með- an. Einu sinni sem oftar var bóndi að leggja af stað heim til sín, nær því dauðadrukkinn, en hesturinn, sem kannaðist vel við götuna, sem lá heim að lögreglu- stöðinni, fann það einhvernveg- inn á sér, að húsbóndi sinn ætti þangað að fara, og hélt nú rak- leitt þangað, og hvernig sem hús- bóndi hans formælti honum og og bað hann, hélt þessi vitra vitra skepna beina leið til lög- reglustöðvarinnar og nam ekki staðar fyrr en hann var kominn að dyrum stöðvarinnar. Þar beið hann og var ekki hægt að þoka honum úr sporunum, fyrr en lög- regluþjónn kom og fór með hinn dauðadrukkna húsbónda hans í fangahúsið. (»Magne«). MUNIÐ að gjalddagi »Vorsins« var I. MAÍ. VEGNA fjarveru minnar hefir út- koma blaðsins dregizt og eru lesendur beðnir að afsaka það. Ritatjórinn.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.