Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 12
Won’t you come back tomorrow Won’t you be back tomorrow Will you be back tomorrow Can I sleep tonight? Cause I want you... I want you... I really... I want... I I want you back tomorrow I want you back tomorrow Will you be back tomorrow Won’t you be back tomorrow Won’t you be back tomorrow Will you be back tomorrow Open up, open up To the lamb of God To the love of He who makes the blind see He'coming back He'coming back I belive it Jesus is coming I'm gonna be there I'm gonna be there mother I'm gonna be there mother I'm gonna be there And you’re gonna be there Tommorrow Won't you come back tomorrow Won't you come back tomorrow Won't you come back tomorrow Can I sleep tonight? Outside Somebody’s outside Somebody’s knocking at the door There’s a black car parked At the side of the road Don’t go to the door Don’t go to the door I’m going out I’m going outside mother I’m going out there Won’t you be back tomorrow Won’t you be back tomorrow Will you be back tomorrow Who broke the window Who broke down the door Who tore the curtain And who was He for Who healed the wounds Who heals the scars Open the door Open the door „Gospel“-áhrifin leyna sér ekki og áréttar það þá skoðun hljómsveitar- manna að um trúarsálm sé að ræða. Á Rattle and Hum eru fleiri textar sem vekja athygli fyrir kristnar visanir og boðskap. Sem dæmi má nefna lag sem samið er og flutt í samvinnu við Bob Dylan. Hann er líkt og U2 í hópi þeirra fáu, heimsfrægu rokktónlistar- manna sem hafa þorað í alvöru að fjalla um trúna á Guð í textum sínum. Text- inn er bæn eða ákall til kærleikans um frelsun, Love, rescue me. M.a. er visað í orðin í 23. Davíðssálmi: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.” En það er ekki gert á hefðbundinn hátt heldur talar sá sem hefur gengið svo langt að fyrirlíta sprota góða hirðisins og bölva staf hans og finnur því ekki lengur huggun. Textinn verður þannig angistarfull bæn þess sem virðist hafa brotið allar brýr að baki sér og finnur ekkert sér til björgunar nema kærleika Guðs. Önnur dæmi um trúna á Guð og kærleika hans á Rattle and Hum eru lagið When Lx)ve Comes to Town sem B. B. King syngur með hljómsveitinni og textinn God Part II sem ortur er í minn- ingu Johns Lennon. Fyrra lagið lýsir trúarlegu afturhvarfi og þeirri breytingu sem verður þegar kærleikurinn fær að taka völdin í lífi einstaklingsins. Fjallað er um hvernig allt var áður en kær- leikurinn kom og frelsaði. Höfundurinn játar að hafa verið í hópi þeirra sem krossfestu Drottinn, að hann hafi haldið á slíðrinu þegar hermaðurinn dró sverðið úr því og átt þátt í að taka ákvörðunina um að stinga spjótinu í síðu hans en hann hefur jafnframt séð hvernig kærleikurinn hefur sigrað ósættið. Síðara lagið er eins konar svar við texta Lennons frá síðari hluta 7. áratugarins, God, þar sem hann hafnar hvers kyns trú og trúarbrögðum og segist einungis trúa á sjálfan sig og konuna sína, Yoko. U2-menn játa hinsvegar trú á kærleikann. Þáttaskil í árslok 1989 lýstu félagamir í U2 því yfir að komið væri að kaflaskilum hjá þeim. Þeir þyrftu að draga sig í hlé og hugsa málin upp á nýtt. Þeir höfðu verið á löngum tónleikafeðalögum um heim- inn. Rattle and Hum hafði fengið mis- jafnar viðtökur hjá gagnrýnendum og því þörf á að gera dæmið upp. Kross- fararnir frá Dyflinni stóðu á tímamót- um. Hverju hafði krossferðin skilað? Þeir voru orðnir heimsfrægir og vell- auðugir en jafnframt eldri og reyndari en rúmum tíu árum áður þegar ævin- týrið hófst. En heimurinn hafði síður en svo breyst til batnaðar. Sumir óttuðust að hljómsveitin væri að leggja upp laupana. Eftir tæplega tveggja ára hlé var þögn- in rofin. U2 sneri til baka með nýja plötu, nýjan hljóm, nýja tækni og nýja ímynd. Platan Achtung Baby kom út í nóvember 1991 og fékk mjög góðar við- tökur. Tónleikaferðin ZOO TV fylgdi í kjölfarið með hátæknivæddri sýningu á risastórum sjónvarpsskjá. Hún vakti mikla athygli og þótti einhver sú áhrifa- mesta sem sögur fara af. Umgjörðin var breytt og umbúðirnar um tónleika sveitarinnar voru miklar og dýrar. Ýmsir aðdáendur veltu því fyrir sér hvort lífsviðhorf, hugsjónir og boð- skapur U2 hefðu breyst að sama skapi. Þrátt fyrir glæsiumgjörðina grúfir myrkur og bölsýni yfir textum Achtung Baby. Trúin og vonin virðast hafa iýnst í myrkrinu og kærleikurinn orðið blindur. Kaldhæðnin er ráðandi. Guð virðist fjarri. í viðtali frá árinu 1993 talar Bono um að fyrri hluti níunda áratugarins hafi verið eins konar hveitibrauðsdagar sem einkenndust af ákafa, baráttuvilja og eftirvæntingu. Á þeim árum hafi þeir lifað fábrotnu lífi og hlotið góðan grund- völl í kristinni trú og lífsviðhorfi. Og hann segist glaður yfir að eiga þann grundvöll. Um leið er hann þeirrar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.