Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 18
Börnin stilla sér upp fyrir myndatöku. innfædda, og eru þau með loftkælt upptökustúdíó í sér byggingu í miðri eyðimörkinni. Það er í mjög háum gæða- flokki þó svo að stafræna byltingin hafi reyndar ekki skotið rótum þar en þama starfa trúlega 10-15 manns. í þessu stúdíói em teknir upp útvarpsþættir sem síðan eru sendir út frá rikisútvarpsstöð og nær til stórs hluta Kenya. Draumur þeirra starfsmanna sem eru á þessari stöð er að koma á fót eigin útvarpsstöð sem á að geta náð tll allrar Austur-Afríku. Ferðast áleiðis Við tókum næturlest frá Voi og lang- leiðina til höfuðborgarinnar Nairóbí, en urðum að fara síðasta spölinn með rútu þar sem lestin á undan okkur hafði farið út af sporinu. Við þurftum að vísu að sýna ákveðna frekju, að sumra áliti, til þess að halda hópinn í rútunni, en við höfðum einfaldlega ekki efni á þvi að verða viðskila í ókunnu landi. Stoppið i Nairóbí var mjög stutt, varla meira en tvær nætur og ráp á markað- inn. Að því loknu fórum við einungis í 12 tíma bíltúr til Pókothéraðs sem liggur mjög nálægt miðbaug. Skömmu eftir sólsetur og langan bíltúr komum við til staðar sem heitir Marich en þar fengum við að gista í moldarkofum sumum til mikillar ánægju en öðrum til skelfingar. Þar mátti finna heilt vistkerfi skordýra innanhúss, líkt og það er utanhúss, en þar er það bara stærra og hættulegra, slöngur, krókódílar o.s.frv. Lalli drap sporðdreka einn morguninn með einni af nýju sveðjunum sínum, en ég myndi trúlega skemma söguna ef ég segði að hann hafi ekki verið mikið stærri heldur en íslensk köngurló svo ég ætla að láta það bíða! Þar máttifinna heilt vistkerfi skordýra innanhúss, líkt og pað er utanhúss, en par er pað bara stærra og hættulegra, slöngur, krókódílar o.s.frv. Lalli drap sporðdreka einn morguninn með einni afnýju sveðjunum sínum en ég myndi trúlega skemma söguna efég segði að hann hafi ekki verið mikið stærri heldur en íslensk köngurló. Óvæntar samkomur Chesta Daginn eftir komuna til Marich fórum við í messu til staðar sem nefnist Chesta en þar var mjög hress og hávær en umfram allt hjartans einlægur söfnuður. í messunni áttum við öllsömul að kynna okkur og syngja nokkur lög og einhverjir úr hópnum voru með vitnisburði. En öllum í hópnum að óvörum var aðalpredikari dagsins Kjartan Jónsson, fararstjóri, líka honum sjálfum. En Guð var með okkur - honum líka. Að messunni lokinni fór fram svokölluð friðarkveðja þar sem allir heilsa öllum á leiðinni úr kirkjunni. Þeim innfæddu finnst þessi kveðja alveg ómissandi en ég hef trúlega ekki heilsað svona mörgum í einu áður og varð íljótlega þreyttur í hægri hendinni. Sekerr Næsta dag keyrðum við til Sekerr sem er uppi í íjöllunum. Það svæði nær frá 1800 m upp í 3000 m hæð en þama var brattasta brekka sem ég man eftir að hafa farið upp i bíl. Sekerr er það hátt í fjöllunum að ekki leggja margir leið sína þangað nema innfæddir og þeir sem em að stuðla að þróunarstarfi en það starf hefur náð alveg gífurlegum árangri á þessu svæði. Gróskumikil kornrækt og gullgröftur em dæmi um það sem þetta fólk hefur lært að nýta sér og kemur til með að njóta góðs af seinna meir. Það er ástæða til að nefna það að kristni- boðar og það starf sem þeir hafa unnið á þessu svæði er ástæðan fyrir þeim hagvexti sem á sér stað þarna. Við fórum í stutta skoðunarferð að þver- hníptri fjallshlíð þar sem var trúlega 200-300 m þverhnípi áður en löng brekka tók við sem lá niður að slétt- unni. Sagan segir að holdsveikisjúkl- ingar, sem hafl verið byrði á samfélag- inu, hafi stokkið fram af þessum klettum til að stytta sér aldur. Á bakaleiðinni gengum við næstum á um 3 metra langa, svarta slöngu. Þessar slöngur eru mjög eitraðar en innfæddur leiðsögumaður okkar vissi hvernig átti að bregðast við og gætti okkar. □□ C3 □□ 0 □

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.