Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 19
Fararstjórinn, Kjartan kristniboði, dætur hans og Pókothjón sem buðu ferðalöngunum í te á heimili sínu. Túrkana Þriðja daginn fórum við trúlega á heitasta stað sem ég hef komið á en það er þar sem Túrkanafólkið býr á miðri eyði- merkursléttu, sem er á milli fjalla nánast allan hringinn um kring, og trúlega vita íbúamir þar ekki hvað vindur er. Húð- litur fólksins er „svartastur'1, eða er til 4 stig stigbreytingar? Þarna á sléttunni var hóað til fagnaðarsamkomu undir næsta tré fyrir okkur og til að þakka Guði fyrir þessa gesti sem komu svo langt að. Cheparería Því næst fórum við til staðar þar sem margir af íslensku kristniboðunum hafa verið en það er í Cheparería og þar gist- um við í nánast viku. Þaðan fórum við bæði í skoðunarferð og heimsókn til einnar af afskekktustu kristniboðsstöðv- um í heimi en hún heitir Kongelai. Þar tókum við þátt í guðsþjónustu í kirkjunni. Á leiðinni til baka bilaði bíllinn en það fór allt vel að lokum. TVeir dagar fóru i boðunarferð í fjöll- unum í kringum Cheparería þar sem margt skemmtilegt gerðist og ógleyman- legir atburðir áttu sér stað. Boðunarferð í Sina Eg hef gengið lengi og er orðin þreytt. Ég er ekki vön að fara í fjallgöngu í þessum hita, þessu loftslagi. Mig langar mest að setjast niður og hætta göngunni. Ég er alveg að gefast upp. Þá heyri ég leiðsögumann- inn segja að við séum komin á áfangastað. Ég lít við en sé ekki neitt. Þá réttir hann út höndina og togar i nokkrar tijágreinar sem huldu útsýnið. Við það birtlst stórkostleg sýn. Þar sem ég stend í fjallshlíðinni get ég séð yfir sléttuna. Hún er brún og óendanleg. Á henni eru þyrnirunnar og önnur harðger tré. Ég sé lika himinhá, tignarleg fjöllin sem gnæfa yfir allt. Þau eru þakin bæði gróðri og strákofum. Himinninn er fagurblár og nokkur ský svífa yfir og fullkomna myndina. Ég verð agndofa af undrun yfir þessari fegurð. Þetta er fallegasta málverk sem ég hef séð, enda málað af besta málaranum, Guði. Guð er ekki bara listamaður og skap- ari, hann er líka vinnumaður. Hann vinnur hörðum höndum hvern einasta dag. Hann vinnur meðal annars gegn- um kristniboðana í Afriku. Hann notar þá sem verkfæri til að breiða út fagnaðarboðskapinn. Hann vinnur líka í gegnum mig og þig. Tuttugasta og annan ágúst nítjánhundruð níutíu og sjö fékk ég að finna fyrir því. Þetta var seinni dagurinn sem við tókum þátt í boðunar- herferð í Sina. Okkur hafði verið skipt i hópa ásamt nokkrum innfæddum. Ákveðið var að skipta mínum hóp í tvennt, ég færi í annan hópinn og Kjartan í hinn. Nú var ég ein með þrem- ur innfæddum unglingum. Við gengum upp á fjöll, niður i dali, yfir girðingar og gegnum brenninetlur uns við komum að strákofa. Þar var okkur boðið inn og mér var vísað á besta sætið. Svo var mér fengin Biblía í hönd og sagt að ég mætti byija predikunina. Krakkamir í hópnum mínum höfðu nefnilega ákveðið að mér óafvitandi að ég skyldi vera predikari dagsins. Ég fann hvernig ég roðnaði og byrjaði að skjálfa. Ég var dauðhrædd. Ég hafði aldrei verið rnikið fyrir að standa upp og vitna, fannst miklu betra að hlusta á aðra gera það. Nú átti ég sem sagt að halda predikun á ensku sem síðan yrði túlkuð á pókotmál. Ég hélt síður en svo að ég gæti það. Þá kom Guð mér til hjálpar og ég flutti langan vitnisburð. Það sama gerðist í hinum sjö kofunum sem við heimsóttum. Þennan dag kom ég mest á heimili fólks sem ekki var kristið. Sumir höfðu þó fengið að heyra eitthvað um Jesú en aðrir ekki neitt. Þá var það mitt hlutverk að segja þeim frá honum. Kannski var þetta eina skiptið á ævinni sem þau myndu heyra um Jesú. Guð sáði litlu fræi í hjörtu þeirra. Ég bið þess að þetta fræ fái að verða að plöntu og að fólkið eignist trú á Jesú Krist. Þennan dag fékk ég að finna fyrir þvi að ég er ekki bara Lella heldur er ég verkfæri Guðs og hann vill nota mig. Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: „Aíít vald er mér gejið á himni og ájörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum". Matt 28:18. Jóhanna Sesselja Erludóttir (Lella)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.