Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 27
Á ráðstefnunni gerðist það að 60.000 stúdentar komu fram á samkomu, sem haldin var á Ólympíuleikvanginum, og helguðu lif sitt þvi að hlýða kristniboðs- skipuninni. Jósúa 2000 Síðustu flmm ár aldarinnar verða helg- uð hinu svo kallaða Jósúa 2000 verk- efni. Það gengur út á að kristnir menn um allan heim hjálpist að við að finna þær þjóðir sem 10.000 eða fleiri tilheyra og eru enn án kristins vitnisburðar, safni upplýsingum um þær og safni þeim saman svo að allir geti nýtt sér þær. Tilgangurinn er að ná til allra þessara þjóða fýrir árslok árið 2000. Á GCOWE 97 var lögð fram bók sem innihélt vandaðar upplýsingar um 1739 þjóðir og þjóðabrot. Sérstök athygli beindist að 579 þeirra vegna þess að enginn vissi til þess að nokkur hefði nokkur áform um að heíja starf á meðal þeirra, eins og áður segir. Ráðstefna kristniboðsleiðtoga Ég hafnaði á undirráðstefnu með á sjötta hundrað kristniboðsleiðtogum hvaðanæva úr heiminum. Mest sam- neyti hafði ég við norska samstarfs- menn. Þar fengum við að fræðast um margt merkilegt frá löndum sem við fréttum venjulega ekki mikið af. Það var stórkostlegt að heyra um allt sem er að gerast á fndlandi og af kristniboðs- hreyfingum í því stóra landi sem fara til þjóðflokka, er hafa ekki fengið hinn kristna boðskap, og inn á svæði múhameðstrúarmanna. Það var einnig merkilegt að heyra fólk frá múhameðs- trúarlöndum segja frá því hvernig margir múhameðstrúarmenn taka fegins hendi á móti boðskapnum um kærleika Jesú Krists. Fagnaðarerindið hefur miklu meiri framgang í múhameðs- trúarlöndum en við höldum en mjög erfitt er að miðla upplýsingum um það starf af öryggisástæðum vegna kristni- boða og kristinna íbúa landanna. Þó að íyrirlestrarnir hafi verið góðir fannst mér merkilegast að kynnast bræðrum og systrum frá öllum heims- hornum og starfl þeirra. Þar kynntist ég meðal annars manni sem var leiðtogi 500 kristniboða í múhameðstrúarlönd- um. Þama var leiðtogi kirkju frá Nígeriu sem hafði 1.100 kristniboða í ýmsum löndum og annar dökkur frá Suður- Afríku var í forsvari fyrir hreyfingu sem sendi 1.000 kristniboða til annarra landa. Það var undirstrikað í ræðum og umræðuhópum hve mikilvægt væri að hver einstakur söfnuður kirknanna væri þátttakandi í kristniboðsstarfinu og að samvinna á milli kristniboðshreyfinga og safnaða væri sem best. Án þess væri verkefnið óframkvæmanlegt. Undir lok ráðstefnunnar settust kristniboðsleiðtogarnir niður og sögðu til hverra hinna 579 þjóða kirkjur þeirra eða hreyfingar ætluðu að reyna að ná fyrir árið 2000. Að lokum voru aðeins 172 þjóðir eftir. Iðrun og fyrirgefning Á síðustu samveru kristniboðsleiðtog- anna varð að setja alla skipulagða dag- skrá til hliðar er hver maðurinn á fætur öðrum steig í ræðustól og játaði syndir þjóðar sinnar eða þjóðflokks gagnvart öðrum. Þarna komu Kóreumenn og játuðu syndir gagnvart nágranna- þjóðum, Þjóðverji sem játaði syndir nasista sem í stað kær- leika Jesú Krists fluttu með sér eyðingu og þjáningu, ýmsir full- trúar múhameðstrúarþjóða o.s.frv. Fólk hvaðanæva úr heiminum játaði þannig syndir síns fólks. Áhrifaríkast var þó að verða vitni að því að sjá hvíta íbúa Suður-Afríku koma upp og játa syndir hvítra samlanda gagnvart lituðum íbúum lands- ins en jafnframt sinn eigin ótta við þetta fólk. Suður-Afríkumaður af indverskum uppruna tjáði reiði sína yfir ranglátri kynþáttaaðskilnaðarstefnu yfirvalda og hvernig hún hefði eyðilagt fjölskyldu hans. Faðir hans, sem eygði enga von í landinu, lét sig hverfa. Fjölskyldan taldi að hann væri dáinn en 20 árum siðar uppgötvaði maðurinn að faðir hans hefði yfirgefið landið og farið til Indlands þar sem hann reyndi að hefja nýtt líf. Hann dó í eymd íjarri fjöl- skyldu sinni. Fulltrúar þeirra hópa, sem Fjármálamenn gegna lykilhlutverki Ein af undirráðstefnum GCOWE 97 var fyrir kristna menn í viðskipt- um. Þeir fjölluðu um það hvemig þeir gætu stofnað til viðskiptasam- banda, komið á fót fyrirtækjum og jafn- vel verksmiðjum í löndum sem eru lokuð fyrir kristniboðum, sérstaklega í 10/40 glugganum. Með þessu vilja þeir opna tjaldgjörðakristniboðum leið inn á þetta svæði, t.d. sem starfsmönnum fyrirtækja þeirra. Þeir vilja einnig sýna kærleika Krists í verki, t.d. með þvi að leita leiða til að beina fjármunum til þróunarhjálpar til þessara landa. Ýmsir möguleikar voru ræddir auk þess sem fjármálamennirnir, hvaðan- æva úr heiminum, kynntust og sumir fundu út þeir gætu starfað saman. Markmiðið var að flnna aðferð sem gæti gagnast sem víðast í heiminum. Merkilegast við þessa undirráðstefnu voru áform sem gerð voru varðandi Benin, fátækt ríki í Vestur-Afriku. For- seti landsins, sem er kristinn maður, var þátttakandi á ráðstefnunni og sagði að land hans tilheyrði Guði og væri opið fyrir kristniboði og þeirri þróunar- aðstoð sem kristnir fjármálamenn gætu boðið upp á. Nú hafa 165 slikir menn ákveðið að hefja kristniboð í 5.200 bæjum i landinu þar sem ýmiss konar þróunarhjálp og stofnun safnaða munu haldast í hendur. Áformað var að senda hóp fulltrúa þessa hóps til Benin þegar í september til að kanna aðstæður. Á lokasamveru hópsins gáfu fulltrúamir nokkrar milljónir í e.k. þróunarsjóð. Þetta er frábært dæmi um hvernig allir limimir á líkama Krists hafa hlut- verk og eru mikilvægir, ekki aðeins prestamir, við að koma fagnaðarerindi Jesús Krists til allra manna, á íslandi og allt til ystu endimarka jarðarinnar. Mikilvægt er að allir limir líkamans séu virkir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.