Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 6
an vetur í kirkjunni sinni. Hvað ef kirkj- an væri ekki að mynda tengsl við þenn- an hóp? Hvað ef boðskapur fagnaðarer- indisins fær ekki að hafa áhrif á ung- lingana þennan vetur? Hvenær mun þá kirkjan ná sambandi við þá? Hjördís: Þurfum við ekki að byija fyrr? Við verðum að fá bömin í kirkjuna miklu fyrr, þannig að þau aiist upp við það að það sé eðlilegt að koma í kirkjuna. Böm- in hafa kannski aldrei komið í kirkju fyrr en þau mæta í fermingarfræðslu. Svo fermast þau og hafa enga forsendu til að rækja kirkjuna sína vegna þess að þau kunna það ekki. Við megum ekki bíða eftir að þau verði 13 ára og þá ætlum við að grípa í rassinn á þeim. Jóhann: Ég hef einmitt heyrt á æsku- lýðsleiðtogum liinna Norðurlandanna hvað þeir em hissa yfir því að viða hér- lendis er ekki reynt að ná til krakkanna fyrr. Þau em nefnilega að móta viðhorf sín á þessum aldri og þvi þurfum við að fá þau í kirkjuna. Hins vegar er sú hætta fyrir hendi ef þau byrja 8 eða 9 ára í kirkjunni, að þegar þau em 12 ára þá vakna þau upp við það að þau hafa alltaf verið að gera það sama í kirkj- unni, þau missa áhugann og hætta. Jóna: Höfum það líka í huga að ungling- amir eiga foreldra. Kirkjan þarf að höfða til foreldra og þeirra ábyrgðar. Það getur haft úrslitaáhrif á að krakkamir komi til kirkju að foreldrar þeirra fylgi þvi eftir og styðji við þá. Foreldramir þurfa að fá að fylgjast með, hvert er markmiðið, hvað er gert á fundum og hvað er boðað. Þá em krakkamir ekki að koma heim með eitt- hvað sem sagt hefur verið og vekur gmn- semdir, ótta eða tortryggni hjá foreldmn- um. Hver vill ekki að unglingnum sínum sé lagt eitthvað gott til? Þessu næst barst talið að leiðtogum í æskulýðsstarfinu. Hjördís: Kirkjan má ekki vera með of einhæfa leiðtoga. Hún er með mikið af ungum leiðtogum og þá gjarnan ungl- ingsstúlkur. Við erum með stráka um tvítugt sem leiðtoga og þeir virka sem segull á stráka sem hafa kannski ekki átt pabba í mörg ár. Það er gott að fá sætu, stilltu stelpurnar á fundi en við viljum líka fá hina. Jóna: Við þurfum fullþroska fólk eins og Friðrik Friðriksson. Hann var enginn unglingaleiðtogi, hann var bara fullorð- inn maður. Jóhann: Við megum samt ekki vanmeta þá ungu leiðtoga sem hafa áhuga fyrir því sem þeir eru að gera. Það er stór- kostlegt að sjá unga leiðtoga leiðbeina öðm ungu fólki en við getum ekki enda- laust látið unglinga bera ábyrgð á ung- lingum. Við verðum að fá fullorðið fólk sem hefur metnað fyrir þvi að halda úti góðu og öflugu starfi þar sem fræðslan og boðunin er markviss. Bjarmi: Hvað með nýjar, spennandi leiðir í æskulýðsstarfi? Jóhann: Þurfum við ekki að gera meira af þvi að fara inn í skólana og vera þar? T.d. ef þemavíka er í skólanum gæti kirkjan fengið eina kennslustofu og ver- ið þar með æskulýðsdagskrá. Einnig ættum við að reyna að vera virkari í íþróttafélögunum og skátunum heldur en að sitja og bíða í kirkjunum eftir að börnin og unglingarnir komi þangað inn. Við hengjum upp auglýsingar og ætlumst til að unglingarnir komi inn í hús sem þeir hafa jafnvel aldrei komið í. Hjördís: Leiðtogar ættu að sækja íþróttaviðburði unglinganna. Jóna: Þá þarf fleira starfsfólk. Það kost- ar peninga. Við þurfum ekki að eyða meiri ijármunum í efniskostnað, heldur í mannskap. Við verðum aðfá börnin í kirkjuna miklufyrr, pannig að pau alist upp við pað að pað sé eðlilegt að koma í kirkjuna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.