Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 19
svo hún verði ekki sljó og næra andann. Þetía er mjög mikilvægt. Stór hluti starfsins í Romford er fyrir unglinga. Við bjóðum heimilislausu, ungu fólki hjálp, fólki sem sefur á göt- unni eða ungu fólki sem er að koma úr fangelsi og á ekki í nein hús að venda. Um 160 manns búa í KFUM-bygging- unni og við höfum starfsemi í gangi alla daga vikunnar, næturvaktir og dagvakt- ir. Við veitum fólki ekki bara skjól held- ur bjóðum líka upp á dagskrá fyrir það. Hún miðar að því að hjálpa því að byggja upp persónuleika sinn og sam- skipti við aðra. Þetta á við um þá sem búa í KFUM-heimilinu. Við bjóðum líka upp á alls kyns starfsemi fyrir þá sem eru úti í þjóðfélaginu, t.d. júdó, karate, margs konar íþróttir og líkamsrækt fyrir unglinga. Fólk getur komið inn í KFUM um margar dyr og það sem það finnur er heildstæð starfsemi." Hvemig líður unglingum á Englandi? „Þetta er er mjög góð spuming og það er ekki hægt að svara henni með þvi að al- hæfa. Unglingar eins og aðrir búa við svo misjafnar aðstæður. Annars vegar em unglingar sem hafa alist upp í þægi- legu og öruggu umhverfi og em á vissan hátt íhaldssamir. Hins vegar eru ung- lingar sem hafa alist upp við mjög töff aðstæður, þar sem skólinn er töff, hýbýl- in, menntunin og stuðnings- og velferð- arkerfið er í molum. Síðustu þijátíu árin hef ég unnið með síðar talda hópnum, með þeim sem hafa verið á botni samfé- lagsins. Þessir krakkar búa við fátækt, þá er ég ekki að tala um efnahagslega fátækt, — þó að hún skipti líka máli, heldur andlega fátækt sem ræðst frekar af því við hvaða fjölskyldu- eða samfé- lagsaðstæður viðkomandi býr og hvemig menntun hann hefur hlotið (ef hún er fyrir hendi á annað borð). Fátækt af þessu tagi hindrar einstaklinginn í því að þroskast, þannig að sálin skaðast og manneskjan nær ekki að verða hún sjálf. Ég hef þurft að spyrja mig: Hvemig nálgast ég slíkan ungling? Það er til afrískt orðatiltæki sem segir: „Tómur magi hefur engin eym.“ Það þýðir ekk- ert að predika fagnaðarerindið fyrir þeim sem er svangur. Hann hiustar ekki. Kærleiki Guðs er umhyggja fyrir allri manneskjunni og stundum hefur maður þurft að nota mörg ár í að fást við hluti sem margir mundu segja að ætti ekkert skylt við það að predika fagnaðarerindið. Ég lít svo á að fagnaðarerindið sé meðal annars fólgið í þvi að viðurkenna mann- eskjuna eins og hún er en gera um leið ráð fyrir þvi að hún eigi möguleika til að þroskast og vaxa sem falleg mannvera. Unglingamir koma gjaman inn til okkar sem samfélagsbrjótar (community brakers), þ.e.a.s. þeir eru óöruggir og brjóta af sér og eyðileggja fyrir öðrum. Eftir nokkum tíma verða þeir samfélags- þiggjendur (community takers), þeir em færir um að þiggja þá aðstoð sem samfé- lagið getur veitt þeim. Að lokum verða þeir samfélagsgefendur (community makers), þ.e. geta notað tíma sinn og hæfileika til þess að vera öðmm til gleði og gagns. Margt ungt fólk á Englandi á aldrei möguleika á þessu en góð æsku- lýðshreyfing á að hjálpa fólki að vaxa á þennan hátt. KFUM reynir það og hug- sjón þess er að jnjóna allri manneskj- unni, líkama, sál og anda,“ segir Pip Wil- son að lokum. Þegar ég kveð Pip og þakka honum fyrir spjallið læðast að mér þær hugsanir að kraftur og fegurð Gullfoss og Geysis end- urspeglist i hugsjón og starfi þessa merkilega, sextuga unglingastarfsmanns. Þátttakendur á námskeiðinu prófa einn af „leikjunum" sem Pip kenndi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.