Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 25
Á réttri leið Nú höfum við heyrt hvað er ekki að vera sæll. Næsta vers eru með jákvæðum for- merkjum. Annars vegar er það að hafa yndi af lögmáli Drottins. Að þrá það að orð Guðs og vilji móti líf manns allt. Við höfum þegar rætt um allt það sem vill tæla okkur frá vilja Guðs, frá lögmáli hans. Gegn því er nauðsynlegt að hafa yndi af lögmáli Drottins, taka það fram yfir allt annað, velja sér það hlutskipti. En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, segir sálmaskáldið í 73. Davíðs- sálmi. Við þurfum að velja orð Guðs og vilja - nálægð hans - markvisst og gera okkur grein fyrir að það getur þýtt að hafna einhverju öðru. Hins vegar er talað um að hugleiða lögmálið dag og nótt. Að láta ekki þrána eða löngunina duga heldur rótfestast í orði Guðs, vega og meta allt í ljósi þess. Besta íyrirmynd okkar í þessu efni er Jesú. Hann svaraði freistingum djöfuls- ins með orðum ritningarinnar. Orð Guðs þarf að vera okkur leiðarljós í dag- legu lífi, í hinu hversdagslega, þannig að það móti líf okkar ósjálfrátt frekar en þær hugsanir og hugmyndir sem eru á sveimi í kringum okkur. Að vera eða ekki vera Nú kemur ný líking, líking um tré sem er gróðursett hjá rennandi lækjum og ber ávöxt sinn á réttum tíma. Tré getur ekki ákveðið að nú ætli það að bera ríkulegan ávöxt. Nei, það fer eftir um- hverfi trésins, hitastigi og fleiru þess háttar. Mikilvægast er þó vatnið. í eyði- mörk gerir vatn það að verkum að gróð- ur getur þriiist og svalar þyrstum ferða- manni, getur jafnvel bjargað lífi hans. í raun á samfélag þeirra sem hafa yndi af lögmáli Drottins og hugleiða lögmál hans dag og nótt að vera slík vin og lífs- björg fyrir þá sem eru þyrstir. Þeim er lýst í næsta versi. Þar er talað um sáð sem vindur feykir. Það verður ekkert úr þeim. Þau verða ekki tré hvað þá að þau beri ávöxt. Hlutskipti þeirra er þorsti og stefnulaus leit. Þau berast fram og aftur með hverjum kenningar- vindi án þess að finna svölun eða fró. Skyldu vera margir í okkar þjóðfélagi sem svona er ástatt um? Getur verið að hraðinn, eirðarleysið, það að nema aldrei staðar til að hugsa sinn gang, sé til þess að dylja þorstann eftir einhverju sem gefur svölun á andlegri eyðimerk- urgöngu mannsins? Af því að menn þekkja ekkert sem getur svalað þessum þorsta - og trúa þvi ekki að neitt slíkt sé til. Ef við gerum ekki ráð fyrir Guði höf- um við engan fastan punkt í þessari veröld, ekkert verður réttara en annað og allt verður afstætt. Þá er engin von. Það er athyglisvert að þessi yfirsýn yfir vegferð mannsins gerir bara ráð íyr- ir tveimur möguleikum. Annaðhvort rót- festu í lögmáli Drottins eða höfnun á Guði. Annaðhvort ávexti hjá rennandi lækjum eða rótleysi og engum vexti. Sáðið verður ekki einu sinni tré hvað þá að það beri ávöxt. Drottinn þekkir Síðasta versið er eins konar niðurstaða þess sem á undan er komið. Drottinn þekkir veg réttlátra. Við þekkjum ekki framtíð okkar en hún er í hendi Guðs. Leiðin sem við erum að fara í íyrsta og eina skipii, lífsleiðin hér á jörð, er okkur hulin, en er samt ekki óþekkt, því að Drottinn þekkir hana og gengur með okk- ur. Við erum í hendi hans. Þetta er ekkert sem við getum þakkað sjálfum okkur. Vegur óguðlegra endar í vegleysu. Þegar við virðum fyrir okkur hugmyndir og heimspekistefnur undanfarinna alda, þá sjáum við að þetta er einmitt niður- staðan. Þær enda allar í vegleysu. Þær standast ekki. Þær leiða ekki til neins. Hver eru svo viðbrögð okkar við þess- um sálmi? Hjá mér vekur hann annars vegar lofgjörð til Guðs. Skapari minn hef- ur gefið mér innsýn í hvemig hann sér mennina og vegferð þeirra. Hann hefur sýnt mér að hans vegur er ömggur, já, lífið sjálft. Hann hefur bent mér á að allt þetta á ég honum að þakka. Ég get ekki brotið mér veg sjálfur, aðeins fylgt leið- sögn hans, þegið allt af honum. Fyrir það vil ég lofa skapara minn og frelsara. Hins vegar vaknar með mér hryggð vegna þeirra sem ekki hafa ratað á veg Guðs. Þeirra sem ekki em sælir, heldur rótlausir, þyrstir og vegalausir. Það er í raun ekki hryggð mín heldur hryggð Guðs. Hann hrindir engum frá sér. Hann þráir alla menn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.