Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 16
í öðru lagi var spurt: Finnst þér Guð svara bænum þínum? Svarmöguleikar voru flmm og skiptust svör á þá sem hér segir: Oft 20,7%, stundum 33,5%, sjald- an 8,8%, aldrei 9,1%, og veit ekki 27,8%. Samanburður milli bekkja leiðir í ljós marktækt samband milli aldurs og þess hvort börnin telja sig fá bænheyrslu (Spearman's rho fylgni 0,268, p<0,0001). Yngri bömin telja sig gjaman fá bænheyrslu en eftir því sem bömin verða eldri fækkar þeim sem telja það. Það sést vel þegar skoðað er hlutfall telja sig ekki vita hvort þeir fá bæn- heyrslu hækkar, einkum í 9. bekk þar sem einn af hverjum þremur merkir við þann svarmöguleika. Það felur í sér vís- bendingu um vaxandi efa unglingár- anna án þess þó að því sé hafnað að Guð heyri bænir. Hér má því sjá hlið- stæða þróun og kom í ljós þegar afstað- an til tilvistar Guðs og mikilvægis þess að trúa á hann var skoðuð. Þetta sam- ræmist þvi sem sjá má í erlendum rann- sóknum. Roland Goldman, sem áður er nefndur, komst t.d. að því í sínum í pví Ijósi og á grundvellifylgni milli aldurs og minnkandi pátttöku í kirkjulega starfi má álykta sem svo að enn eigi eftir að draga úr páttöku 9. bekkinganna og væri einnig fróðlegt í pví sambandi að kanna tíðni kirkjusóknar peirra sem eru að byrja íframhaldsskóla. þeirra sem telja sig oft fá bænheyrslu en það fer úr 40,4% í 5. bekk niður í 9,8% í 9. bekk. Stökkið er þó aðallega milli 5. og 7. bekkjar (sjá mynd 5). Oft Stundum Sjaldan Aldrei Veit ekki Mynd 5: Finnst þér Guð svara bænum þínum? Skipting eftir bekkjum. Ef tekið er saman hlutfall þeirra sem telja sig fá bænheyrslu oft eða stundum kemur í ljós að hlutfallið er 69,4% í 5. bekk, 55,0% í 7. bekk og 40,1% í 9. bekk. Hlutfallið lækkar þannig um 15 prósentustig á milli bekkja. Hlutfall þeirra sem telji sig sjaldan eða aldrei fá bænheyrslu er aftur á móti 6,4% í 5. bekk, 19,7% í 7. bekk og 26,3% í 9. bekk. Hlutfallið hækkar því ekki eins mikið og hlutfall þeirra lækkar sem telja sig fá bænheyrslu oft eða stundum. Skýringin er sú að hlutfall þeirra sem rannsóknum að bænir barna þróast með aldrinum með ákveðnum hætti, þ.e. því yngri sem bömin eru því óljós- ari eru hugmyndir þeirra um bæn, trú þeirra á magiskan áhrifamátt bænar- innar meiri og innihaldið í bænunum sjálflægara. Með auknum aldri dregur úr sjálflægni bæna og efasemdir um gildi þeirra og bænasvör aukast.7 Þátttaka í kirkjulegu og kristilegu æskulýðsstarfi Þriðji hluti spurningalistans fjallaði um þáttöku í kirkjulegu eða kristilegu starfi. Markmiðið var að kanna þáttöku barnanna og unglinganna í slíku starfi einkum með tilliti til þess hversu mikil- væg slík þátttaka hefur verið í trúarlegri uppeldismótun þeirra. Fyrst var spurt almennt um þátttöku í kristilegu félagsstarfi. Gefnir voru fjórir svarmöguleikar: Engu starfi, barna- eða æskulýðsstarfi kirkjunnar, KFUM/KFUK og öðru starfi sem þá skyldi tilgreint. í ljós kom að 35,3% höfðu ekki tekið þátt í neinu slíku starfi, 20,5% merktu við barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar, 29,9% við KFUM og KFUK, 5,4% til- greindu bæði kirkjuna og KFUM og KFUK og loks merktu 8,9% við annað. Hér er ekki ástæða til að skoða þróun eftir aldri þar sem spurt var almennt hvort þátttakendur hefðu einhvem tíma tekið þátt í kristilegu æskulýðsstarfi. Hins vegar er athyglisvert að skoða þró- unina eftir aldri út frá næstu spumingu á spumingalistanum en þar var spurt: Tekurðu þátt í þvi núna? Þá kom í Ijós að eftir þvi sem bömin verða eldri dreg- ur úr þátttöku þeirra í kristilegu æsku- lýðsstarfi. Böm í 5. bekk em þvi áber- andi virkust en 41,3% þeirra taka þátl í kristilegu æskulýðsstarfi. í 7. bekk er hlutfallið orðið 18,6% og í 9. bekk er það komið niður í 9,3%. Kristilegt æskulýðs- starf virðist þannig ekki höfða mikið til unglinga og brottfall raunar orðið mikið þegar í 7. bekk (sjá mynd 6). Mynd 6: Núverandi þátttaka í kristilegu æskulýðsstarfi. Skipting eftir bekkjum. Sama var uppi á teningnum þegar spurt var um kirkjusókn. Eftir þvi sem börnin eru eldri dregur úr henni. Þannig segjast 20,6% 5. bekkinga aldrei fara í kirkju, 28,5% 7. bekkinga og 33,8% 9. bekkinga. Á móti kemur að 31,2% 5. bekkinga fara viku- eða mán- aðarlega í kirkju, 12,1% 7. bekkinga og aðeins 8,3% 9. bekkinga. Kenningin um að fermingin sé nánast eins konar út- skrift úr kirkjustarfinu virðist því eiga við nokkur rök að slyðjast. Athygli vek- ur að hlutfall 9. bekkiriga sem fara viku- eða mánaðarlega í kirkju er svipað og hlutfall þeirra sem í könnun Bjöms og Péturs sögðust fara einu sinni í mán- uði eða oftar í kirkju (9,8%). Hér má þó benda á að í aldurshópnum 18-24 ára eru það aðeins 4% sem fara einu sinni eða oftar i mánuði í kirkju skv. niður- stöðum Björns og Péturs.8 í því ljósi og á grundvelli fylgni milli aldurs og minnkandi þátttöku í kirkjulega starfi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.