Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 8
ónýtt tækifæri. Það hefur vissulega verið reynt að fara út á götur og stræti og halda guðsþjónustur á stöðum eins og á Eiðistorgi, í Kringlunni, inni í fjölskyldu- garði, Kolaporti og víðar. Viðbrögðin við þessu hafa ávallt verið góð og margir haft orð á því að það sé gott að sjá kirkj- una á vettvangi. Einnig má nefna að það hefur færst í vöxt að reynt sé að ná til tiltekinna hópa í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna æðruleysismessur fyrir fólk sem hefur átt í erfiðleikum með áfengi eða vimuefni. Einnig hefur verið prófað að halda messu fyrir konur sem ganga með börn. Þannig fylltist Dóm- kirkjan af verðandi mæðrum sem fengu fyrirbæn og blessun. Þetta er allt mjög gott og jákvætt en við þurfum að gera enn betur og fylgja fólki enn frekar eftir þar sem það er hverju sinni. Ég harma það t.d. að ekki skuli þegar vera komin í gang nokkurs konar sumarkirkja sem fylgir fólkinu út á sumarbústaðasvæðin og býður því upp á starf þegar það hefur e.t.v. mest- an tíma til að taka þátt í því. Það gæti verið skemmtileg tilbreyting í sumarfríi að fjölskyldunni væri boðið að taka þátt í einhverri uppákomu á vegum kirkj- unnar úti í náttúrunni eða í samkomu- tjaldi. Ég sé fýrir mér starf slíkrar sum- arkirkju sem borið yrði uppi af ungu fólki, t.d. guðfræðinemum og áhugafólki úr söfnuðunum, sem sæi það sem sitt sumarstarf að breiða þannig út fagnað- arerindið um Jesú Krist. Þarna eru möguleikar og það vantar fyrst og fremst áræði og fé sem ég trúi að unnt yrði að finna ef þetta færi af stað. Möguleikarnir eru þannig margir. Ef horft er til nágrannalandanna, t.d. til Svíþjóðar, þá er þar mikil aukning í því að ýmis fyrirtæki vilji fá kirkjunnar menn inn til sín til að ræða um trú og siðferði við starfsfóikið. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vilja með þessum hætti ræða og efla grunngildi samfélagsins með sínu starfsfólki. Þeir telja þá að þessi grunngildi byggist á kristindómin- um og vilja þess vegna fá kirkjuna til samstarfs. Ég tel að slíkt geti einnig haft þýðingu hér á landi bæði fýrir kirkjuna og fyrirtækin og samfélagið í heild. Nú virðist það blasa við, t.d. samkvæmt könnunum, að tiltölulega lágt hlutfall þjóðkirkjufólks sæki kirkju reglulega. Stundum er þvíjafnvel slegið fram að kirkjurnar séu tómar. Eru einhverjar skýringar á því hve margir sækja kirkj- una sína lítið eða þarf kirkjan að vera hugmyndaríkari til að vekja áhuga fólks sem hefur allt til alls á sviði afþreyingar og félagslífs? - Þama em auðvitað ýmsar skýringar og ég held að þjóðfélagslegar aðstæður ráði þama nokkm. Fólk hér á landi hef- ur unnið mikið. Það leggur mikið á sig til að eignast ýmiss konar lífsgæði. Af þeim sökum hefur það ekki tíma og orku til að sinna mikið félagsstarfi við hliðina á heimilisstörfum, barnauppeldi og slíku. Það yrði sama uppi á teningn- um ef ýmis önnur félagasamtök væru spurð. Það er oft erfitt að virkja fjöldann til þátttöku. Þetta er því ekki bara vandamál kirkjunnar. Aftur á móti tel ég að ef allt yrði talið saman, t.d. ef við töl- um nú bara um kirkjumar hér í Reykja- vík og nágrenni sem em fjölmargar, þá sæjum við þátttökutölur sem kæmu á óvart. Á hverjum einasta degi er starfað í þessum kirkjum. Það er ekki bara guðsþjónustan á sunnudeginum. Það er boðið upp á alls konar starf og þeir sem taka þátt í þessu starfl inni í miðri viku em ekki endilega þátttakendur í guðs- þjónustunni á sunnudeginum. Hópur- inn sem tekur þátt er því stærri en margur hyggur. Þegar ég starfaði sem sóknarprestur í Laugameskirkju var ég að reyna að telja saman hvað við næðum til margra í hverri viku og yfir vetrarmánuðina var það oft vel yfir 10% sem við töldum okk- ur ná til. Auðvitað þarf heilmikið að vera i gangi til þess að vekja athygli á starfi kirkjunnar. Það fer eftir mannafla og fjármunum á hveijum stað hvað hægt er að gera. Ég get tekið sem dæmi þetta gamla hverfi sem Hallgrímskirkja er í að við náum hér yfir vetrarmánuðina til milli 150-200 bama og unglinga. Hér er fullorðinsfræðsla þar sem 20 til 30 og allt upp í 70 mann em á fyrirlestrum og fræðslumorgnum. Auk þess er hér góð kirkjusókn á sunnudögum, iðulega 200-300 manns, og töluverð þátttaka í bæna- og kyrrðarstundum inni í miðri viku. Auk þess er hér fullt út úr dymm á hátíðum. í desember sl. komu hér í kirkjuna til helgihalds og tónleika um 20 þúsund manns. Það er því ekki rétt að kirkjurnar standi meira og minna tómar og staðreyndin er sums staðar sú að kirkjusóknin mætti ekki aukast um mörg prósent þannig að kirkjumar yrðu of litlar. Þannig má velta fyrir sér ýms- um hliðum þessa máls og hugleiða hvað við getum gert, hvaða möguleika við höf- um. Auðvitað má gera betur en við ger- um í dag og gaman væri að fleiri sæju sér fært að sækja kirkju reglulega. Hvað þá með unglinga og ungt fólk? Kannanir sýna að þátttaka þess í starfi kirkjunnar er sáralítil eftir fermingu. Oft heyrist ungt fólk staðhæfa að guðsþjón- ustan sé leiðinleg og ekkert þangað að sækja. Þarf kirkjan ekki að gjörbreyta að- ferðum og áherslum til þess að ná til þess í einhvetjum mæli? - Það er rétt að unga fólkið flykkist ekki í kirkju. Við náum til fjölda ung- linganna í fermingarstarfinu og það starf á sér langa hefð og dýrmæta möguleika. En kirkjan þarf líka alltaf að vera að endurskoða starf sitt og meta möguleik- ana á að ná til unga fólksins. Hún þarf að hjálpa þvi að liða vel í kirkjunni. Mik- ilvægt er að unglingamir fari út úr ferm- ingarfræðslunni með jákvæða sýn á samfélag kirkjunnar og eigi auðveldara með að koma inn í það hvenær sem það verður. Það er auðvitað ýmislegt gert í dag til að mæta þessu, s.s. með kvöldmessum og samkomum í kirkjum hér í Reykjavik og slíkt starf fer ört vaxandi. Þá er boðið upp á annars konar guðsþjónustu en Það er pví ekki rétt að kirkjurnar standi meira og minna tómar og staðreyndin er sums staðar sú að kirkjusóknin mætti ekki aukast um mörg prósent pannig að kirkjurnar yrðu oflitlar. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.