Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 25
nýja sköpun, nýtt líf. Sáttargjörð og sátt við Guð er rauði þráðurinn í þessum versum sem hér eru til hugleiðingar enda er hún grundvöllurinn sem allt annað hvtlir á. Sátt við Guð felur í sér að hið gamla er tekið burt, syndin, sektin, allt það ranga og misheppnaða í lííi okk- ar er hreinsað burt á grundvelli sáttar- gjörðarinnar og fyrirgefningarinnar. í staðinn er komið eitthvað alveg nýtt, ný sköpun, nýtt líf í samfélagi við Guð og þjónustu við hann. Þetta eigum við, Guð gefur þetta af miskunn sinni, við þessu getum við tekið algjörlega óverðskuldað Hér er gott að líta til upphafsins, byijunar nýsköpunarinnar. Það upphaf áréttar vel hvernig allt er frá Guði, al- gjörlega hans verk og gjöf. Þegar við vorum skírð sem lítil börn gátum við ekkert gert til að gera okkur verðug náðar Guðs. Við gátum engu komið til leiðar sjálf. Við vorum borin fram íyrir Guð svo hann gæti gefið okkur nýtt líf með sér. Við vorum færð honum svo hann gæti hafið nýsköpun sína. Alveg eins og ungabarn er algjörlega upp á foreldra sína komið, þannig erum við frammi fyrir Guði - algjörlega háð hon- um og miskunn hans. Móðir gefur ungu barni sínu mjólk að drekka þannig að það lifir og dafnar og án þess gæti það ekki lifað. Þannig gefur Guð okkur nýtt líf í sér, án þeirrar gjafar hans gæti það ekki orðið til og fyrir hans tilverknað þroskast það og dafnar þegar við lifum í samfélagi við hann. Skímin - stórkostleg náðargjöf Guðs, verk hans þar sem hann skapar nýtt líf á gmndvelli hjálpræðisverks Jesú Krists og fyrir sinn heilaga anda. Það er á þessum gmnni sem Páll byggir það sem hann segir hér í 15. versi: „Ef einn er dáinn fyrir alla, þá eru þeir allir dánir. Og hann er dáinn fyrir alla, til þess að þeir, sem lifa, lifi ekki framar sjálfum sér, heldur honum, sem fyrir þá er dá- inn og upprisinn." Þessi orð minna á 6. kaflann í Rómveijabréfinu en þar talar Páll um að skírnin feli í sér dauða og upprisu með Kristi. Með því á hann við að í skírninni höfum við eignast hlut- deild í hjálpræðisverki Jesú og öllu því sem það felur í sér. Og hvað skyldi það vera? Við emm dáin undan valdi synd- arinnar og risin upp til lífs með Guði í þjónustu við hann. Sumt af þessu ræðir Páll hér í 2. Kor- intubréfi: „Hið gamla varð að engu“ (v. 17). „Hann tilreiknaði þeim ekki afbrot þeirra“ (v. 19). „Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum“ (v. 21). Sáttargjörðin er stað- reynd. Lífið í þjónustu syndarinnar er dáið og við hefur tekið nýtt líf í þjónustu við Guð. „Sjá, nýtt er orðið til" (v. 17). Nýsköpunin sem hófst í skiminni held- ur áfram í lífi hins trúaða fyrir verkan heilags anda. Hún birtist í lífi hans og fullkomnast loks á efsta degi þegar Guð skapar alla hluti nýja. Þetta eigum við í trúnni á Jesú Krist, þessu kemur heilagur andi til leiðar í lífi okkar og á þessu byggist djörfung okkar og hvatning til þjónustunnar. „Kærleiki Krists knýr oss.“ Leyfum kærleika hans að taka völd í lífi okkar, Verum með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. Þjónustan í hveiju er þjónustan við Guð og náung- ann svo fólgin? Páll talar um þjónustu sáttargjörðarinnar, segir að þeim hafi verið falið að boða orð sáttargjörðarinn- ar og að þeir séu erindrekar Krists sem biðji í Krists stað: Látið sættast við Guð. Við emm ekki send af stað í eigin nafni eða krafti. Okkur er ekki falið að boða okkur sjálf eða mannlega visku og speki. Við erum send sem fulltrúar hans sem gaf sjálfan sig fyrir okkur. Við fömm í hans nafni. Við boðum sátt við Guð á grundvelli þess sem hann gerði þegar Jesús lagði sjálfan sig í sölumar fyrir okkur. Líf okkar er þjónusta við hann og náunga okkar. Þjónustan krist- allast í tvöfalda kærleiksboðinu, boðorð- inu sem Jesús staðfesti að væri æðst allra boðorða: „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum“ og „þú skalt elska ná- unga þinn eins og sjálfan þig“ (Mk. 12:30-31). Að vera erindreki Krists felur í sér að vera fulltrúi hans og bera honum vltni með öllu lífi sínu. Því getur ekkert komið til leiðar nema kærleikur hans og andi hans. Jóhannes postuli ræðir um þetta í 4. kafla 1. bréfs síns (sjá 4:7-5:4). Jesús sjálfur lagði ríka áherslu á það við lærisveina sína að þeir auðsýndu hver öðrum kærleika: „Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér emð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars“ (Jóh. 13:34n). Kærleikurinn er hluti af vitnisburðinum um Jesú. „Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan" (Jóh. 15:16n). Að flytja orð sáttargjörðarinnar snýst þvi ekki bara um það að tala um dauða og upprisu Jesú Krists mönnum til frelsunar þótt það sé auðvitað mikil- vægt. Það snýst líka um það að lifa á gmndvelli þeirrar sáttargjörðar og sam- kvæmt henni. Það getur enginn borið vitni um sáttargjörðina nema eiga hlut- deild í henni sjálfur fyrir trú á Jesú Krist. Og vitnisburðurinn um hana verður hjáróma og falskur ef við lifum í óeiningu og ósátt innbyrðis eða við ná- unga okkar. Fyrirgefning Guðs á að leiða af sér að við fyrírgefum hvert öðru (sbr. bænina í Faðir vor og dæmisögu Jesú um skulduga þjóninn, Mt. 18:21- 35). Það sem við gemm getur verið í svo miklu ósamræmi við vilja Guðs og kær- leika Krists að það strikar yfir vitnis- burðinn. Þess vegna þurfum við sífellt á fyrirgefningu Guðs og fyrirgefningu hvert annars að halda. Þess vegna þarf heilagur andi Guðs stöðugt að fá að komast að í lífi okkar og hreinsa þar til, sýna okkur hvað er synd, réttlæti og dómur (Jóh. 16:8). Hann þarf að benda á Jesú sem einu leiðina til frelsunar, helga hug okkar og líf og gera okkur hæfari tll þjónustunnar við Guð og ná- ungann Við erum send Okkur er falið mikilvægt hlutverk. Guð sendi son sinn í heiminn til að sætta fráhverfan heiminn við sig. Við erum send í þjónustu þeirrar sáttargjörðar. „Eins og faðurínn hefur sent mig, eins sendi ég yður,“ sagði Jesús við læri- sveina sína (Jóh. 20:21), Síðan andaði hann á þá og sagði við þá: „Meðtakið heilagan anda. Ef þér fyrírgeflð einhveij- Framhald á bls. 28.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.