Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 12
Gyða Karlsdóttir Þau sitja fyrir framan mig, hjón um fertugt - hún hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir, hann smiður. Hún er ljós yf- irlitum með ljóst, slétt hár og hefur sannarlega skorið sig úr hópn- um þegar hún starfaði meðal Eþíópíu- manna bæði í Konsó, Arba Minch og Ómó Rate á árunum 1992 til 1998. Af íslendingi að vera er hann dökkur á húð og hár og þegar hann byrjar að segja frá má heyra að hann hef- ur ekki alist upp á íslandi alla sína bamæsku. Þetta em hjónin Bima Gerður Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason sem hér segja lesendum Bjarma frá mannlegu hlið kristni- boðsstarfsins. Guðlaugur: Ég er sonur kristni- boðanna Gísla Arnkelssonar og Katrinar Þ. Guðlaugsdóttur og var fimm ára þegar ég fluttist með þeim til Konsó í Eþíópíu þar sem við bjuggum í tíu ár. Þegar ég svo kom til Konsó ásamt fjölskyldu minni vorið 1992 og keyrði inn á kristniboðsstöðina þar, fannst mér ég vera kominn heim. Virkilega kominn heim. Konsó er mínar bemskustöðvar. Mér fannst lítið hafa breyst,- bærinn var orðinn aðeins stærri en svæðið sem við höfðum verið á var alveg eins, fannst mér. Birna: Ég hafði aldrei komið til Eþíóp- íu áður en ég var búin að fylgjast með kristniboðsstarfinu í mörg ár, sjá mikið af myndum svo þetta var svolítið eins og að verða allt einu þátttakandi í lifandi kvikmynd. Ég var búin að sjá þetta allt íyrir mér og vissi nákvæmlega hvar allt var, svo það var ekkert sem kom mér verulega á óvart, allavega ekki þar. Mér leið mjög vel í Konsó, hafði nóg að gera og fannst gott að geta nýtt krafta mína og unnið. í lok tímabilsins var að visu komið upp mikið vandamál innan kirkj- unnar í sambandi við prestana, leið- indamál sem er ennþá í gangi og það skemmdi mikið fyrir okkur. Það voru Birna Gerður Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason. eiginlega komnar þama tvær kirkjur og við vomm mitt á milli. Guðlaugur: Um haustið byijuðu dæt- ur okkar tvær, þær Guðrún Birna og Katrín Þorbjörg, í skóla í Addis Abeba og þá reyndi fyrst á aðskilnað fjölskyldunn- ar. Á milli Konsó og Addis er rúmlega dagsferð og vegimir em ekki eins góðir og hér svo maður skreppur ekkert til þeirra en þær fengu frí inni á milli og það vom lengri fri en gengur og gerist í skól- um. Oft liðu þvi ekki nema þijár vikur á milli þess sem við vomm saman og aldrei meira en sex vikur. Bima fór reyndar oft- ar en ég upp til Addis að hitta þær. Ég man sjálfur eftir því sem krakki hvað það tók mikið á að vera mjög lengi frá foreldrum mínum. Mér fannst mjög erfitt sem barn að vera á heimavist - það situr ennþá í mér. Það leið langur tími milli þess sem maður hitti foreldra sína, jafnvel þrír eða fjórir mánuðir, og í þá daga voru margar og stífar reglur sem átti að fara eftir. Þetta hefur breyst mikið síðan þá - nú er þetta allt miklu opnara og skemmtilegra. Að kveðja foreldra sína í þá daga var mjög erfitt. Ég var því svolítið kvíðinn yfir því hvernig þeim myndi líða. Birna: Það er staðið mjög vel að öllu í skólanum í Addis. Hver nemandi hefur einn fullorðinn sem tekur hann að sér, svokallað- an „voksenkontakt”. Við vorum líka mjög heppin með þann sem var yfir á heimavistinni; það var kona sem hafði náðargáfu til að umgangast börn. Guðlaugur: Þegar Bjarni bróðir minn og Elisabet kona hans komu til starfa við skólann voru stelpurnar eins og heimagangar hjá þeim. Það skipti mjög miklu máli að hafa íslenska starfsmenn við skólann, - við erum jú ólík Dönum og Norðmönnum. Þó að allt gengi í rauninni vel með stelpumar var það alltaf þannig þegar við keyrðum út af stöðinni, nýbúin að kveðja þær, að við hugsuðum með okkur: Hvað erum við að gera? Þetta átti sérstaklega við þegar við vomm búin að vera með þeim í fríi og vorum að kveðja þær uppi í skólanum. Þá var þessi þungi klumpur i manni sem maður losnaði ekki við strax. Þær tala sjálfar ekki neikvætt um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.