Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 27
ur oft á lífsleiðinni. I þessum hrjáða heimi sem um leið getur verið dásamlegur eru alltaf að gerast miklar hörmungar og þá er ég að tala um það sem maðurinn sjálfur veldur. Ef við gætum gengið inn á ófriðar- svæði með her manna vopnuð kærleiks- sverðinu þá væru liklega hvergi stríð. Heitasta ósk hins kristna manns er að geta beitt kærleiksvopninu en því miður erum við mannleg, alveg sama hvað viljinn er mikill. Við sem erum að komast á miðjan ald- ur erum að byrja að horfa á eftir þeirri kynslóð sem ól okkur upp og hafði áhrif á allt okkar líf. Þó svo það sé eðlilegast af öllu hér í heimi að fólk deyi þegar meðal- aldri er náð getur það verið sárt að horfa á eflir fólki sem lagði sig allt fram svo við gætum skilið leyndardóma fagnaðarerind- isins enn betur og farið með það í fartesk- inu út í lífið. Þessa dagana hef ég hugleitt hvort þau fengu nokkurn tíma að heyra hversu mikilvæg þau voru fyrir okkur í raun. Við lifum á tímum mikils hraða og upp- lýsingaflóðs. Fjarlægðir eru að engu orðn- ar. Ég minnist sögu sem lesin var í útvarp fyrir allmörgum árum. Sagan á að hafa gerst á fyrstu áratugum aldarinnar. Þar er sagt frá manni sem þurfti að komast aust- ur á Firði. Ferðin tók 14 daga. Hann fór fyrst til Færeyja og þaðan til Austfjarða. Ekki skal ég draga úr gildi þróunarinnar. Hún er af hinu góða og við sem höfum fulla starfsorku og getum nánast sett okk- ur inn í hvað sem er eigum auðvelt með að tileinka okkur nýjungarnar. Við þurfum hins vegar að sjá til þess að þetta nái ekki heltökum á okkur. Við verðum að vera herrar yfir tækjunum en ekki öfugt. Þó svo tölvan sé góður þjónn í samskiptum manna þá megurn við ekki gleyma nálægð- inni við náungann, ekki týnast í tækjaílóð- inu, ekki missa sjónar á fegurðinni í litla blóminu milli steinanna sem getur gefið ró og frið í sálu og sinni. Við þurfum að hugsa á hverjum degi um kærleikann eins og ritað er um hann i Korintubréfinu. Þá getum við nálgast það að hafa sömu áhrif og litla blómið í eyðimörkinni með skæru litina sína. Kærleikurinn hefur áhrif, hann fellur aldrei úr gildi. Sumarið þarf ekki að vera andlegur þurrkali'mi Stundum er talað um sumarið sem andlegan þurrkatíma. Það þarf alls ekki að vera svo. í sumarfríinu ættum við að geta átt meiri tíma en annars til að byggja okkur upp í trúnni með því að eiga góðar stundir með Guði, lesa kristi- legar bækur og hlusta á kristilega tónlist. KFUM & K, SÍK og KSH bjóða upp á þrjá viðburði sem miða að þvi að styrkja trú þeirra sem þaka þátt í þeim. Þeir eru: Sæludagar í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina 30. júlí — 2. ágúst. Að þessu sinni verður Almenna mótinu, sem verið hefur i lok júní í mörg ár, og Sæludögum Skógarmanna, sem verið hafa um verslunarmannahelgina, slegið saman. Reynt verður að halda hinu besta úr báðum mótum. Dagskrá verður mjög ijöl- breytt. Lögð verður áhersla á góða, andlega uppbyggingu, en einnig heilbrigða útiveru í stórkostlegri náttúru Vatnaskógar, íþróttir að ógleymdum Skógarmannakvöldvökum. Sérstök dagskrá verður fyrir börn. Fólki gefst kostur á að dvelja á tjaldstæði eða inni í skála. Þeir sem hyggjast sofa inni verða að skrá sig á skrifstofu KFUM & K og SÍK Holtavegi 28 eða í síma 588 8899. Allar nánari upplýsingar fást þar. Biblíu- og kristniboðsnámskeið í Ölveri 19.-22. ágúst. Umfjöllunarefni Biblíunámskeiðsins verður að þessu sinni kirkjan, eðli liennar og hlutverk, helgun, ávextir andans og náðargjarfir heilags anda. Einnig verður fræðsla um kristni- boð. Sérstök dagskrá verður fyrir börn. Einnig verða kvöldvök- ur og útidagskrá. Það er von undirbúningsnefndar að fólk á öllum aldri eigi góða daga án kynslóðabils. Fólk getur búið í skálanum í Ölveri en einnig er hægt að tjalda eða fá svefn- pokapláss í húsi KFUM & K á Akranesi. Á milli stunda gefst tóm til að njóta fallegrar náttúrunnar undir Hafnaríjalli. Inn- ritun og nánari upplýsingar fást á skrifstofu KFUM & K og SÍK, Holtavegi 28, eða í síma 588 8899. Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á Barnaspítala Hringsins.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.