Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 6
finnst ekki erfitc að sjá þaó sem sköpun Guós. Leifur: — Guó er enn að skapa, við sjá- um þaó allt í kringum okkur, lönd eru aö myndast og eyðast. Þekking manna á sköpunarverkinu hefur nýst á margan hátt, til dæmis vió meðferð sjúkdóma. Virðing manna fýrir lífinu og sköpunar- verkinu er ekki alltaf mikil. Mig langar að nefna nokkur atriói. I fyrsta lagi eru um- ferðarslys. Það er engu líkara en að í um- ferðinni ríki einhvers konar frumskógar- lögmál. Fólk virðist vera búið að sætta sig við að talsverður hópur láti lífið á hverju ári. Annað eru reykingar. Afleið- ingar þeirra eru eitthvert alvarlegasta heilsufarsvandamál sem nútímaheil- brigðisþjónusta á við að glíma. Samt reykja jafnmargir og raun ber vitni. I þriðja lagi eru svo afleiðingar ofáts. Fólk fer ekki vel með líkama sinn. Allt þetta er í mínum huga óviróing gagnvart sköpun- arverkinu og þar af leiðandi gagnvart Guói. Hvaða augum lítið pið erfðavísindin? Hvernig munu pau próast? Liggja einhverjar hcettar í leyni? Helgi: — Mér finnst bæði spennandi og skemmtilegt aó vinna við það að kortleggja genamengi mannsins. Það minnir mig á þaó sem Davíó konungur sagði, aó við erum undursamlega sköp- uó. Það er spennandi að fmna gen til að reyna að fýrirbyggja sjúkdóma eða lækna þá. Þaó er hægt að misnota flest. Það er til dæmis fýrirtæki í Bandaríkjunum sem ætlar að gera erfðafræðipróf á þeim sem sækja um stöðu hjá því til aó geta ráóið þá sem líkur benda til aó veröi frískir og þurfi lítið á veikindadögum og sjúkra- greiðslum að halda. Upplýsingarnar sem ég vinn með eru almenns eólis og lúta ekki aó einstaklingum. Ég held ekki að hægt sé aó misnota það sem ég er að gera. Ég tel að kostirnir séu fleiri en gall- arnir og gagnagrunnurinn verði til góðs. Leifur: — Ég hef fastmótaóar skoðanir á þessu meó genin. Maðurinn hefur frá örófi alda veriö að kanna hiö óþekkta. Svona verður það alltaf, menn leita og kanna eitthvað nýtt. Sjáió bara ævintýra- mennina sem vilja stöðugt komast á nýja staði, eru alltaf aó takast á viö einhverja ögrun. Pólfararnir okkar eru hér gott pegar pið farið úr vinnugallanum og á sam- komu eða í kirkju? Helgi: — Fyrstu árin eftir aó ég komst til trúar fannst mér vera spenna milli náttúruvísindanna og Biblíunnar. Mér fannst erfitt að samræma fyrstu kafla Biblíunnar og þróunarkenninguna. En eftir að ég hafði rannsakað málió komst ég að því að Biblían hefói rétt fýrir sér og þróunarkenningin væri röng. Ég tel að Guó hafi skapað og mér virðast öll sönn vísindi styðja þá skoðun. Það eru fleiri vísindaleg rök sem styója sköpun en þró- un. Leifur: — Frá mínum bæjardyrum er þetta ekki alveg eins og Helgi segir. Það er Guð sem skapar en þaó kemur ekki fram hvernig hann skapar. Tíminn hjá Guði er afstæður. Mér skilst að dagarnir sem talað er um í sköpunarsögunni geti eins merkt tímabil. Hins vegar eru lífið Ég fyllist ce meiri lotningu fyrir skaparcmum eftir því sem ég rannsaka sköpun hans meira. og náttúran mjög flókin, ég átta mig enn betur á því eftir að hafa tekið þátt í und- irbúningi glasafrjóvgunar á Landspítal- anum. Þá sá ég hvílík efnaverksmiðja ein fruma er. Það þarf sterkari trú til að halda að allt hafi orðiö til fýrir tilviljun en að Guð standi á bak við. Helgi: — Ég er sammála því aó það er miklu auðveldara að trúa því að Guð hafi skapað en að allt hafi orðió til fýrir tilviljun. Leifur: — Ég fýllist æ meiri lotningu fýr- ir skaparanum eftir því sem ég rannsaka sköpun hans meira. Helgi: — Ég tek eftir því þegar ég les fræðirit að það er aldrei talað um Guð, hann er sniðgenginn algerlega. Það minnir mig á fýrsta kafla Rómverjabréfs- ins þar sem talað er um að mennirnir hafi dýrkað sköpunina í staó skaparans. Ég er að rannsaka genamengið og mér 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.