Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 14
Jesus er einhvern veginn ególaus Rætt við Halldóru Geirharðsdóttur um spunasýningu um píslarsöguna Viótal: Gyða Karlsdóttir Aefri hæð í fallegu timburhúsi á Lindargötunni situr Halldóra Geirharósdóttir og lakkar á sér negl- urnar. Oróin flæða frá henni. Hún er aó segja frá spunasýningunni um píslar- söguna sem hún og Bergur, eóa öllu heldur trúóarnir Barbara og Úlfar, sýndu í Borgarleikhúsinu í vetur. Þetta var ekki frumraun þeirra í aó túlka texta úr Biblíunni því þau hafa áóur tekist á vió jólaguóspjallió og Faóirvor- ió. A Kirkjudögum ájónsmessu í sumar munu þau spinna út frá kærleikanum meó 13. kafla Fyrra Korintubréfs aó leióarljósi. I viótali vió Bjarma segir Halldóra frá áhrifamætti rauóa nefs- ins, sannleiksenglum og trúnni. Hvað kom til að Barbara og Úlfar fóru að pcela í Píslarsögurwi? Eóli Barböru og Úlfars og þessarar trúóatækni sem vió læróum í Nem- endaleikhúsinu felst í því að gera eitthvaó sem manni liggur á hjarta, - flytja Ijóð, bænir eóa atriði úr leikrit- um - texta sem snerta mann. Það verður aó snerta hjartað. Þegar við vorum í Nemendaleikhúsinu var ég til dæmis með mónólóg úr Hamlet um dauða Ofilíu, - eitt- 14 hvað sem snerti mig. Bergur var með „að vera eða ekki vera“ og svo var ég með efni sem ég hafði sjálf skrifað í dagbók — eitthvað sem var mjög persónulegt og snerti mig mjög djúpt. Þetta gengur út á það að Bergur og Dóra þekki efnið út og inn, en þegar þau setja upp nefin taka Barbara og Úlfar yfir. Þá byrjar spuninn, allt hið óvænta og ófýrirsjáanlega. Barbara og Úlfar gera það sem þeim býr í brjósti. Strax í Nemendaleikhúsinu var Bergur kominn meó jólaguóspjallið og það var mjög gaman þeg- ar hann tók þaó. Eðli sýn- ingarinnar var þannig að þegar Úlfar byrjaói að fara meó sinn texta, jólaguð- spjallið, duttum við hinir trúðarnir alltaf inn. Við lék- um fæöingu Jesú, samskipti Jósefs og Maríu og vandamál eins og: Sat María á asnan- um allan tímann, eða fékk Jósef hana stundum til aó skipta við sig? Var fæóingin erfið hjá Maríu? Hvað átti barnið að heita? ... það komu ótrúlegustu hlutir út úr þessu en allt gert í fúlustu alvöru og einlægni. Svo eftir að vió út- skrifuðumst og héldum áfram tvö að vinna með trúðana kom ég — Barbara, inn meó Faðirvor- ið. Þá hafói ég uppgötvaði hvað Faðirvorió var mögnuð bæn. Og hvað hún var alltaf ólík í hvert skipti sem ég fór með hana á kvöldin eða hvaö það var alltaf ólík

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.