Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 9

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 9
ÆSKAN Gjöfin. I. Smám saman líður á fjórtánda árið hennar. Hvers vegna er það ekki fagnaðarríkur vetur, sein í liönd fer? Hvers vegna koma dagarnir eins og fálátir gestir, þokulegir ásýndum? Frostið ritar myrkar rúnir á gluggarúðurnar, og telpunni finnst, að þessar dularrúnir séu skráðar um örlög liennar. Gnðrún Lukka, sem áður liló svo hátt, er nú orðin dul; hún, sem áður glettist við stúlkurnar, er nú sjaldan upplögð til keskni eða gamansemi, því að vonbrigði, sem hittu liana i haust, liggja eins og mara á ungu brjósti hennar. Ilún er að óska, að sig dreymi fallega drauma, en þeir koma ekki; hún er að vona eftir einhverj- um góðum fréttum um eitthvað, sem geti glatt hug- ann, en fólkið, sem kemur að Strönd, talar um 14 gráðu frost og óminnilegan snjó á heiðunum, um snjóflóð fyrir austan, og vesalings Pésa í Lilla- Dal, sem missti einu kúna sína úr miltisbrandi. Og þó er hún að híða eftir einhverju. Kannske er hún að bíða eftir einhverju fögru jncð risi ný- árssólarinnar. Já. Geislar nýja ársins glitra á livítri mjallarbreiðu, svo langt sem augað eygir inn iiliðar og fjöll. Og fætUr liennar spora þessa glitrandi mjöll og bera liana hurtu frá Ströiul um sinn, liún á að vera á prestssetrinu um tíma á útmánuðunum, til þess að hún komist í kristinna manna tölu í vor. Og þá — —. Þessi ferð og nýbreytni gerði Lukku aftur glaða í bragði. Þegar öllu var á botninn hvolft, voru þau gömlu hjónin á Strönd hugsunarsöm og stóðu við orð sín. Hún sat við borð í stofu prestsins og skrifaði eða las, og þá leið hver dagur eins og í sælum teyg. Og á kvöldin fvrirgaf Jiún Júlla og Jakobínu allt, sem leiðinlegt hafði verið frá þeirra hendi. Hún lærði svo vel, að það var tilhlökkun að láta hlýða sér yfir; hún talaði liátt, og þegar hinir krakkarnir stranda á skeri fávizkunnar, þá er það hún, sem svarar, svo að presturinn segir einu sinni: — Ef allir væru eins og hún Lukka, þá væri gaman. Hún lcann hverja grein í kverinu, líka smáa lelrið, og liefir hverja útskýringu á reiðum hönd- um, enda þylur hún í huganum, þegar liún er kom- in upp í rúmið á kvöldið, og hlustar á sjálfa sig sleila öllu með prýði. Þannig breyttist margt lil ánægju aftur. Og vct- urinn, sem liófst með drunga og dimmum skýjum, endaði með sólskini, og Lukka gekk heim léttum skrefum, henni fannst það nærri kynlegt, að hún skvldi ganga liugglöð heim að Strönd, og móarnir voru orðnir snjólausir. Og fermingin var í nánd. En þá kom fvrir nýtt alvik, sem olli lienni hugarangurs. II. Þegar sá dagur rennur upp, er liún bljúg og lirærð í liuga. Ilún finnur, að nú er hún að nálgast merkileg timamót í lifi sinu, siem hún hefir oft heðið með óþreyju, cn þegar stundin nálgast, er cins og sökn- uður grípi liana föstum tökum, liún er að leggja frá sér föt barnsáranna og lil þeirra ára verður aldrei horfið aftur. Æska hennar hafði að vísu ekki verið blómum stráð, liún liafði oft þolað heizkju von- In-igðanna, fundið leika um sig súg skilningsleysis, og engin móðurliönd liafði strokið tárin af vöngum liennar, þegar hún grét i einveru. En þrátt fyrir allt átti þessi liðni tími óendanlega fegurð, og sól- skinsblettirnir höfðu verið svo lilýir og yndislegir, að hún gleymdi skúrunum, sem á undan gengu. Og nú er fermingardagurinn runninn upp með sólgliti yfir fjörð og fjallalilíðar. Morguninn er þrunginn arigurværð og liátíðleik, jafnvel stráin í varpanum blaka ekki fyrir kuli, óg sjórinn stafar í rjómalogninu. Hún signir sig á hlaðinu, og það tala allir til hennar í notalegum rómi. Og þegar hún tekur að húa sig til kirkjunnar, er hún vigð fyrsta merki fullorðins áranna. Hún er klædd í peysuföt, og Jakohína er á sljái kringum hana og strýkur hana, og telur öllum trú um, að Lukka heri fötin vel upp, þau séu að vísu heldur við vöxt, en þetta barntetur á fyrir sér að rifna út, ekki skil eg annað, segir hún. Lukku finnst þetta mikill viðburður, en eitthvað var það hlægilegt að vera lcomin með skottliúfu á höfði og dinglandi skúf í hnaklca, í staðinn fyrir að hinda slaufur um liár sitt til hátíðabrigðis. Svo er riðið með lienni til kirkjunnar, og hún finnur að móarnir eru mjúkir og andi vorsins hlýr á kinnum. Og presturinn i kirkjunni heldur liug- næma ræðu yfir börnunum, sem s.mýgur að hjarta- rótunum, og hann tekur af þeim lieitið, þar sem þau lofa því að halda sig flekklaus frá heim- inum, og svo er blessað yfir þeim og sungið, og hverju barni finnst allt talað til sín og allt snúasl um sig. Þegar þau slíga út úr kirkjunni, blasir við þeim heimur fullorðna fólksins. '(Framhaid.) 69

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.