Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1941, Side 20

Æskan - 01.06.1941, Side 20
ÆSKAN Myndir úr „Þúsund og einni nótt“ ii. Sagan af Ahmed kóngssyni og álfkonunni Paríbanú. Eins og ])ið sjálfsagt munið, hafði Alimed kóngssonur hitt lítinn mann, sem bauðst til að selja honum mjög fágætan gi'ip. Sagði hann honum nú, að þetta væri epli, sem iiefði þá náttúru, iað það gæti iæknað alla sjúkdóma. „Það er engin veiki svo hættuleg eða hanvæn, að epiið geti ekki unnið hug á henni og gert sjúklinginn á sömu stundu svo heilbrigðan, sem hann aldrei hefði kennt sér meins á æfi sinni. Og til þess er liin einfaldasta aðferð, þvi að ekki þarf annað en halda eplinu fyrir vitin.“ Maðurinn rétli kóngssyni eplið. og varð hann glaður við. Híann vildi nú samt ekki kaupa það, fyrr en hann liefði fengið fulla vissu fyrir þvi, að það byggi yfir slíkum undrakrafti, sem lionuni var sagt. Vai’ nú farið með eplið tii manns nokkurs, er var svo þungt haldinn, að menn örvæntu um líf hans. Tilraunin heppnaðist og mann- inum batnaði samstundis, er eplið var borið að vitum hans. Keypti Alnned nú eplið og greiddi fjöi-utíu gullsjóði fyrir það, og þóttist nú hafa lokið erindum sínum giftusamlega. Ahmed kóngssonur dvaldi nú langa liríð i Samarkand og skoðaði þar ýmsa fagra staði og merkilega hluti og fræddist um ótal margt. En að lokum hugði hann tii lieimferðar. Komst hann eftir miklar mannraunir á fund bræðra sinna, er liiðu hans með eftirvæntingu. Vai’ð þar fagn- aðarfundur. Þeir bræður föðmuðust með hinni mestu hlíðu og sögðu frá gripunum, sem þeim liafði áskotnazt i ferðinni. Eu er þeir litu í töfrapípuna, komust þeir að rauii um, að frænka þeirra, sem þeir allir lögðu hug á, lá fyrir dauðanum. Nú voru góð ráð dýr. En eftir nokkrar boilaleggingar varð það úr, að bræðurnir settust allir á ábreiðu Hussains. Og af því að hugir þeirra lögðust allir á eitt, þá ósk- uðu þeir sér allir þrír, að þeir væru komnir til konungshallarinnar á fund frænku sinnar, ef vera mætti, að þeir gætu frelsað hana frá bráðum bana. Ósk þeirra rættist með svo skjótri svipan, að þeir fundu einungis, að þeir voru komnir til hallarinnar, en ekkert vissu þeir með hvaða hætti það varð. Komu þeir næsta flatt upp á þjónustufólkið í höllinni. Enginn vissi með livaða töfrum þeir voim koninir til hallarinnar, og þekktu menn þá varla í fyrstu. Ahrned .kóngssonur liraðaði sér inn til frænku sinnar með eplið í hendinni. Og þegar hann sá liana i dauðateygjunum, gekk liann sem skjótast að rúininu og bar eplið að vituin hennai'. Beið liann nú milli vonar og ótta þess, er verða vildi, og hvort eplið reyndist þess megnugt að kaila kóngsdótturina til lífsins aftur. Hinir bræðurnir, Hussain og Alý, voru cinnig komnir inn i herbergið og stóðu nú allir við rúm frænku sinnar. En því nær samstundis lauk hún upp aug- unum, leit í kring um ,sig og horfði á þá, sem viðstaddir voru. Því næst reis liún upp og kvaðst vilja fara á fætur, alhress og með fullri rænu, eins og hún væri vöknuð af löngum svefni. Sögðu amhátt- irnar henni þegar, að þenna skyndilega iieilsubata ætti hún að þakka hinum þreniur kóngssonum, frændum sínum Nú með því að hún vildi klæðast, létu kóngs- synir sér að svo komnu nægja, að segja henni, liver.s fagnaðar ,sér fengi, að þeir liefði koinið í tæka tið að lijálpa lienni. 80

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.