Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 6

Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 6
kf þið hefðuð verið uppi fyrlr rúmlega þúsund árum og hefðuð spurt, hvað þrumurnar vaeru, munduð þið hafa fengið allt annað svar en þið fáið nú við þeirri spurningu. Þá hefði ykkur verið svarað eitthvað á þessa leið: „Þrumurnar? Þær stafa af því, að guð- inn Þór, hinn sterki, ekur um þveran himin í vagni sínum. Vagninn hans er dreginn af geithöfrum, og þrumuhljóðið er skröltið í vagninum.'1 Þá hefðuð þið kannski spurt, hvað eldingarnar væru, og fengið þetta svar: „Eldingarnar eru neistarnir, sem hrökkva undan klaufum geithafranna, þegar þeir stíga á grjót — og svo geta það líka verið neistar af hamri Þórs, þegar hann kastar honum [ jötnana illu ...“ Þór var ákaflega sterkur, og hann átti hamar, sem var bezta vopn hans. Þegar hann barðist við óvini sína, sló hann þá í höfuðið með hamrinum, og hamarinn hafði þá undraverðu náttúru, að hann kom alltaf aftur til Þórs, jafn- vel þótt hann kastaði honum langt I burtu. Jötnarnir, sem hann átti í höggi við, voru Ijótir þursar, sem áttu heima djúpt niðri í jörðinni. Þeir sátu alltaf um að gera mönnunum og hinum guðunum eitthvað til miska, og þess vegna átti Þór í baráttu við þá. Eitt sinn lagði Þór af stað til að leita fundar við konung jötnanna, Útgarða- Loka, og hafði með sér systkinin Þjálfa og Röskvu, sem jafnan þjónuðu honum. Þegar komið var langt fram á nótt, komu þau að einkennllegu húsi. Á einni hlið þess voru gríðarlega stórar dyr, en út úr því öðrum megin var lítið afhýsi. Þangað inn fóru þau og lögðust til svefns. En þeim brá í brún næsta morg- un, því þá kom stóreflis risi og tók upp húsið, sem þau höfðu sofið í. „Þetta er vettlingurinn minn," sagði risinn, og nú skildist þeim, að afhýsið hafði ekkert annað verið en þumallinn á vettlingnum! Risinn vísaði þeim til Útgarða-Loka, og hann tók þeim vel og sagði, að nú skyldu þau sýna, hvað þeim væri til lista lagt. Þjálfi átti að þreyta kapp- hlaup við einn þjón Útgarða-Loka, en þótt Þjálfi hlypi eins hratt og vindurinn, var hinn alltaf á undan, þótt undarlegt værl. Þór og jötnarnir „Nú skalt þú sýna okkur, hversu mik- ill drykkjumaður þú ert, Þór," sagði Út- garða-Loki og fékk Þór drykkjarhorn. Það var mjög langt, en ekki eftir því vítt, svo að Þór áleit, að hann væri maður til að tæma það. „Duglegustu menn mínir drekka út úr því í einum teyg,“ sagði konungur jötnanna, „meðalmenn tæma það 1 tveimur teygum, en það eru litlir karlar, sem ekki Ijúka úr því I þremur teygum." Þór dró andann djúpt að sér og setti hornið á munn sér. Hann drakk og drakk, þangað til hann hélt, að hann hlyti að hafa tæmt það, en þegar hann leit niður í það, sá hann, að það var enn milli hálfs og fulls. Þá reiddist hann og drakk annan teyg — og þá hafði hann drukkið svo mikið, að honum fannst hann alveg vera að springa, en samt var enn mikið eftir í horninu. Þá varð hann svo reiður, að hann neitaði að drekka meira, enda þótt jötnarnir gerðu gys að honum fyrir það. Þá kom köttur hlaupandi, og kon- ungur jötnanna sagði: „Getur þú lyft ketti mínum með því að styðja hendinni undir kvið hans?" Þór áleit, að sér mundi reynast það auðvelt, en þótt hann beitti kröftum sfnum til hins ýtrasta, stóð kötturlnn sffellt í allar lappirnar, en skaut aðein* upp kryppunni. Að lokum varð hann samt að lyfta einni löppinni frá gólfinU- Jötnarnir hlógu nú enn þá meira en áður, en Þór var stórreiður. „Komið hingað og takizt á við mig! sagði hann. „Þú getur reynt að takast á við ömmu mína," sagði Útgarða-Loki, „hún heitif Elli." Og svo tókust þau fangbrögðum, Þór og kerlingin Elli. Og eftir langa e9 harða baráttu tókst kerlingunni að koma Þór hinum sterka á annað hnéð — en þá varð hann líka að hætta glímunni- Daginn eftir vildi hann halda heim- leiðis, og Útgarða-Loki fylgdi honum úr hlaði. Þegar þeir komu niður að sjónum, sá Þór, að mikið hafði lækka® í honum, og þá sagði konungur jötn- anna: „Nú skal ég segja þér, hvað I rau11 og veru hefur átt sér stað, því ég he beitt þig töfrabrögðum, svo að þú skyid' ir ekki sjá, hvað fram fór í raun réttri- Þjálfi hljóp mjög hratt, en hann þreý1*1 kapphlaup við huga minn, svo að Það var ekki von, að hann ynni. Á horninu, sem þú drakkst af, stóð annar endinn úti í sjó, og þú drakkst svo mikið, að auðséð er, hversu lækkað hefur í sjón' um. Við jötnarnir urðum hræddir vl þetta, en hræddari urðum við, þegar Þa lyftir kettinum, því það skaltu vita, a þetta var ekki venjulegur köttur, heldur Miðgarðsormurinn sjálfur, sem Iig9u^ hringinn f kringum jörðina alla. Þa munaði minnstu, að þú kipptir honum upp úr hafinu, þar sem heimkynni hana eru.“ Það var slæmt, að ég skyldi ekki vit® ■ þetta, hugsaði Þór, en svo hélt Úl garða-Loki áfram máii sínu: „Kerlingin Elli, sem þú tókst á við, V® engin önnur en ellin sjálf, og á hen sigf' Víð geta hvorki guðir, menn né jötnar azt, en þú hélzt svo lengi velli, að vorum næst því að halda, að þú mund ráða niðurlögum hennar. Nú hef ég sað þér frá öllu, svo að þú megir vita, a við jötnarnir getum því aðeins reist ron við þér, að við beitum töfrabrógðu111' og þess vegna skaltu aldrei framar koma hingað!" g Þór greip hamar sinn og ætlaði a slá konung jötnanna, en þá var hanh allt í einu horfinn, og Þór stóð eftir á víðavangi með þjónum sínum. Síðan lögðu þau af stað heim 3 til heimkynna guðanna. úti ftur 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.