Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 36

Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 36
inu sinni voru hjón, sem áttu svolítinn bæ, fáeinar hænur og einn dreng. Hænurnar gögguðu og rót- uðu i hlaðvarpanum og verptu hver annarri betur. Og Óli-Pétur, drengurinn þeirra, hugsaði. um hænurnar. Og fá- tæku hjónunum þótti vænt um, hvað hænurnar voru duglegar að verpa, þvt að við það fengu þau björg í búið. En svo var það einu sinni, þegar Óli-Pétur skrapp inn með egg og lét hænurnar vera einar rétt í svip, að sá sorglegi viðburður gerðist, að fallegasta og bezta varphænan hvarf á meðan. Þau fóru að leita hátt og lágt öll þrjú, I fjósinu, hlöð- unni, uppi á lofti og niðri í kjallara, en hænan fannst hvergi. Þá sagði Óli-Pétur, að réttast væri, að hann skryppi upp f skóg til að sjá, hvort hænan hefði ekki ranglað þangað. „Það er ekki þorandi að láta þig fara einan upp i skóg,“ sögðu bæði pabbi og mamma Óla-Péturs. „Hugsaðu þér, ef þú villtist og kæmist ekki heim aftur. Vont er að missa hænuna, en verra væri að missa þig, Óli-Pétur.“ „O, það er engin hætta á því, ég er ekki sú ráfa,“ sagði Óli-Pétur. „Þið skuluð ekki vera hrædd um mig. Verið þið viss um, að ég kerost heim aftur, en ekki fyrr en ég hef fundið hænuna." Og svo lagði Óli-Pótur af stað og leit- aði um allt, milli þúfna og undir stein- um, i birkirunnum og kjarri, en hvergi var hænuna að finna. Og þegar hann hafði gengið og leitað svona og var kominn langt og lengra en langt inn i skóginn, þá hitti hann tófuna. „Góðan daginn,“ sagði tófan. „Mér sýnist þú munir vera að leita að ein- hverju. Hefurðu kannski týnt einhverju?" Drengurinn sagði henni, að bezta varphænan hans hefði horfið allt í einu, og það væri óbætanlegasta tjónið, sem hann hefði getað orðið fyrir. „Það liggur nú það orð á mér,“ sagði tófan, „að ég sé rummungsþjófur á hænsni. En hvað sem þvl líður, þá hef ég ekki stolið hænunni þinni." „Mér dettur heldur ekki f hug, að þú hefðir gert þig seka ( slíkri fúlmennsku," sagði drengurinn. „En hver veit nema þú getir sagt mór, hvar óg get fundið hænuna." „Þú hlýtur að vera hjartagóður dreng- ur,“ sagði tófan, „úr því að þú hefur mig ekki grunaða, eins og svo margir aðrir gera, en leitar f staðinn ráða hjá mér. Það er nú einu sinni svo hér í Góða varphænan fallega heimi, að hafi einhver fengið á sig óorð, þá er honum líka kennt um það, sem hann er saklaus af. En nú gladdir þú mig svo mikið, að óg ætla að hjálpa þér tll að leita að hænunni. Seztu nú upp á bakið á mór, þá losnar þú við að ganga og okkur miðar miklu fljótar áfram.“ Og það gerði Óli-Pétur. Og tófan tók á rás, hratt eins og vindurinn og létt eins og hind og hnusaði og leitaði, hvar sem hún fór, en hænuna fann hún hvergi. „Góða segja þeir ég hafi nasasjónina, en hænuna get ég ekki fundið hérna f skóginum," sagði tófan. „Svo mig grun- ar, að seiðkerlingin f Gagghaugum hafi stolið hænunni. Hérna hjá okkur tæf- unum er hún talin meiri hænsnaþjófur en nokkur tófa. Og úr því að við erum að leita á annað borð, er rétt að við gerum svolftið hliðarhopp upp að Gagg- haugum um leið og lítum eftir hæn- unni þinni þar.“ Og tófan tók viðbragð og endasent- ist yfir stokka og steina, og þegar þau nálguðust Gagghauga, heyrðu þau gagg og hanagal úr öllum áttum. „Þú sérð bráðum, að hérna er nú ekki hænsnalaust," sagði tófan. „Og nú fáum við bráðum að sjá, hvort varp- hænan þin er hérna." „Góðan daginn, hænsnapabbi," sagði tófan við stóran, þrílitan hana, sem var dyravörður á hænsnabúinu. „Ekki vaenti ég, að heiðurshani eins og þú getir sagt okkur, hvort ókunnug hæna hafi villzt hingað?" „Úr þvi að þú ávarpar mig svona kurteislega, þá ætla ég hvað sem öðru líður, og þó að óg hafi eiginlega alls ekki leyfi til að segja frá því, sem gerist hór á þessum hænsna-Bústöðum, að segja þér, að ég sá hórna gestkomandi hænu í dag innan um heimilishænurnar. Og ég heyrði, að matmóðir mín sagði við hana: „Nú ætla ég að gera þér þann heiður, Gull-depla-skrauta litla, að biðja þig um að verpa fyrir mig gull- eggjum, úr því að hún Rauð-kamba- gljáfjöður fór að taka það fyrir að hrökkva upp af hérna um daginn.“ En það ætla óg að segja þór, Læði-rebba- hænuhnuplari, að ef þú snertir eina einustu hænu hérna, þá kemst ég i ónáð hjá henni matmóður minni og missi hvorki meira né minna en hausinn.” „Ég gef þér drengskaparheit," sagði tófan. „Við skulum ekki taka nokkra fjöður hérna, utan það, sem við eigum sjálf." Þeir voru ekki komnir langt inn I hænsnagarðinn, þegar Óli-Pétur kom auga á hænuna sina þarna innan um allar hinar hænurnar. Hann hvislaði þessu að tófunni. Og hún var ekki sein á sér. Á einu augnabliki hafði hún smellt skoltunum utan um vængina á haen- unni og hljóp af stað með hana í kjaft- inum á fleygiferð. Allur hænsnahópurinn varð svo hræddur og komst í svo mikið uppnám við þetta, að hænurnar flugu gaggandi f allar áttir. Seiðkerlingin heyrði lætin og spratt upp af stólnum og hljóp fram í dyr til þess að sjá, hvað um væri að vera I hænsnagarðinum. Það var rétt svo, að hún sá f skottið á tófunni, þegar hún rann út úr hænsnagarðinum eins og ör með hænuna f kjaftinum. „Bannsettur hænsnaþjófurinn!" öskr- aði hún, svo að söng í skóginum „Ég skal svei mér taka í lurginn á þér.“ Og svo hljóp hún á eftir tófunni. En hún var gömul, stirð og gigtveik, svo að þetta kapphlaup hlaut að enda með skelfingu. Hún hljóp og hljóp, frávita af vonzku, og vissi ekki fyrr en hún hljóp og rak höfuðið i stein, svo að hausinn brotnaði f mola. „Hrekkvísin hefnir sín,“ sagði tófan og hægði svolftið á sér. „Það hef ég líka oft orðið að reyna um ævina."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.