Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Síða 32

Æskan - 01.07.1978, Síða 32
Margaret Trudeau, fyrr- verandi forsætisráðherra- frú Kanada, hefur gert samning við umboðsskrif- stofu, því að henni tekst ekki að fá kvikmyndahlut- verk í Bandaríkjunum. Að vísu er búið að velja tíu fegurstu konur heims, en við getum beðiö ró- legar, því að síminn gæti hringt á næsta ári. Þær fyrstu fimm á þessu ári voru Marthe Keller í New York, Elizabeth Taylor í Virginía, Sophia Loren í Róm, Jaqueline Bisset í Los Angeles og Liv Ullmann í Osló. Burt Lancaster trylltist, þegar hann frétti, að 23ja ára dóttir hans Sighle hefði ákveðið að taka saman við leikarann Neil Robinson, og fór með þotu til Rómar til að koma í veg fyrir ósómann. VERÐLAUNAHAFAR Eins og á undanförnum árum efndu Æskan og Flug- leiðir hf. til sameiginlegrar verðlaunagetraunar í síðasta jólablaði Æskunnar. Verðlaunagetraunin, sem var íformi spurninga, varð mjög vinsæl því þúsundir lausna bárust. [ maí s.l. var dregið úr réttum lausnum og 1. verðlaun, ferð fram og aftur til Parísar, hlutu að þessu sinni Gyða Björg Jónsdóttir, Seljalandsvegi 69, (safirði, og Hólm- fríður Grímsdóttir, Kambsvegi 23, Reykjavík. Flugferðir innanlands hlutu: Jónína Þuríður Jóhanns- dóttir, Hrafnagilsstræti 38,600 Akureyri, ferð frá Akureyri til Reykjavíkur; Jóna J. Steinþórsdóttir, Skuggahlíð, Norðfirði, ferð frá Norðfirði til Reykjavíkur; Ásgeir Bolla- son, Engjavegi 15, ísafirði, ferð frá ísafiröi til Reykjavíkur, og Guðrún Ásgeirsdóttir, Mjölnisholti 4, Reykjavík, ferð frá Reykjavík til Akureyrar. Þá voru veitt 10 bókaverðlaun og hlutu þau: Dóra Þórdís Albertsdóttir, Hrafnagilsstræti 12, Akureyri; Baldur Baldursson, 14 Roe Desvignes, Wormeldange, Luxemborg; Líney Laxdal, Túnsbergi, Svalbarðsströnd, S.-Þingeyjarsýslu; Þröstur Tómasson, Þormóðsholti, Blönduhlíð, Skagafirði; Ragnar Emilsson, Uppsalavegi 16, 640 Húsavík; Jóhann Haraldsson, Borgum, Grímsey; Hrönn Stefánsdóttir, Brúarholti, Miðfirði, V.-Húnavatns- sýslu, Andrea Guðnadóttir, Hlíðarendavegi 3, Eskifirði; Ingveldur H. Ingibergsdóttir, Rauðanesi, Borgarhreppi, Mýrasýslu, 311 Borgarnesi; Þorbjörg E. Jensdóttir, Tún- götu 21, Isafirði. Parísarfararnir tveir héldu í sína ævintýraför í júní s.l. ásamt blaðafulltrúa Flugleiða hf. og ritstjóra Æskunnar. Ferðasaga verðlaunahafanna hefst hér í blaðinu síðar á árinu. Æskan og Flugleiðir hf. þakka þann mikla áhuga, sem þúsundir lesenda hafa sýnt með hinni miklu þátttöku. Hásetinn: — Nú verðið þið að koma, góðir hálsar, þó að þið séuð að spila bridge, því að skipstjórinn verður að fara síðastur frá borði. Henry Fonda verður a^ gista á hótelum, þe9ar hann kemur til New York. því að hann lánaði Yu Brynner íbúðina sína. Richard Burton ne*ur hafnað riddaratign fra ensku drottningunni. Sl' hefði í för með sér, a hann neyddist til að setjas að í Bretlandi — °9 Þar skuldar hann 800 millj°nir kr. í skatta. Ali MacGraw er byrju að jafna sig eftir skilna^in við Steve McQueen. I"*u hringdi m.a. í Eileen P°r ’ sem rekur stærsta lýrir sætuumboðið í Ban a^ ríkjunum og tjáði sig *u til að sitja fyrir á nýjan |e' Rosalind Russell, þekkta, nýlátna leikk°nar lét eftir sig æviminnin9 sínar, „Lífið er veis|a^ sem Faye Dunaway |e' . sennilega aðalhlutverki ^ en Rosalind Russell ^a hana mjög sem leikkonu

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.