Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Síða 22

Æskan - 01.11.1981, Síða 22
MEGUM VIÐ KYNNA Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, er fæddur 10. október 1928. Hann er kvæntur Ragnheiði Thorsteinsson. Foreldrar: Björn G. Jónsson, kaup- maður og framkvæmdastjóri og Ingi- björg Sveinsdóttir. Sveinn hefur alltaf búið í Reykjavík. Hann hefur Samvinnuskólamenntun, en á unglingsárum vann hann sveita- störf, í matvöruverslun föður síns, og síðan var hann framkvæmdastjóri Trípolíbíós og kaupmaður. Sveinn hefur verið í stjórn og for- maður Landsmálafélagsins Varðar, í stjórn Verslunarmannafélagsins, í hússtjórn KR, í stjórn Kaupmannafé- lags Islands. Var kosinn forseti ÍSÍ á síðastliðnu ári. Sveinn Björnsson er enginn nýgræðingur í forystumálum íþróttastarfsins á Islandi. Áður en hann tók við forsetaembættinu hafði hann verið varaforseti ÍSÍ, og meðal trúnaðarstarfa sem hann hefur innt af hendi fyrir íþróttahreyfinguna má nefna að hann var formaður íþrótta- hátíðarnefndar bæði 1970 og 1980, og er varaformaður Ólympíunefndar íslands. Fyrir fjöldamörgum árum átti trésmiður einn heima uppi í Efstadal. Hann var bláfátækur og nú var hann líka orðinn gamall og hrumur. Hann átti tvo drengi, sem voru tvíburar og svo líkir voru þeir í sjón, að það mátti heita ógerningur að þekkja þá sundur, en að innræti voru þeir jafn ólíkir eins og dagur og nótt. Annar þeirra, sem hét Lárus, var allra skynugasti piltur, viljugur og vissi jafnan ráð við öllu. Hann var alltaf í góðu skapi og söng þegar hann var að vinna, því að þá fannst honum verkið ganga fljótar og betur. Hann söng þegar hann lagði af stað í vinnuna á morgnana, og trallaði þegar hann kom heim aftur á kvöldin. En hinn drengurinn, sem hét Pétur, var húðarletingi. Hann nennti engu og hékk heima í bæ allan daginn. Ein- stöku sinnum dragnaðist hann þó út í móa og settist á þúfu og sat þar eins og slytti, lék sér að því að berja í steina og kletta og lagði eyrað við og hlustaði. Hann var að vona, að gæfan mundi koma til hans á gullskóm einhvern daginn, án þess að hann gerði nokkuð til þess. Það væri best að vera þolinmóður og bíða þangað til hún kæmi. Og svona ranglaði hann um og barði í kletta og steina, hver veit nema að þar væru tröll og vættir, sem ættu fulla poka af gulli og sem hægt væri að leika á og ná í gullið frá þeim. Svona leið hver dagurinn hjá Lata-Pétri, en faðir hans fann að þessu, og allir sem reyndu að nota hann til einhvers, skömmuðu hann. Jæja, svodó nú faðir þeirra. Drengirnirseldu bæinn og það litla sem til var í kotinu og héldu svo út í heiminn til þess að freista gæfunnar — hvor í sína áttina. Lárus iagði leið sína áleiðis í kóngsgarðinn, því að hann taldi víst, að þar mundi duglegur verkmaður alltaf geta fengið eitthvað að gera. Hann gekk og gekk og loksins komst hann á leiðarenda. Konungurinn tók honum vel og setti hann tii að gæta hestanna sinna. Og það var einmitt starfið, sem Lárus kaus helst. Hestar voru skemmtilegustu skepnurnar sem hann þekkti og þess var ekki langt að bíða, að kóngshestarnir væru orðnir svo stroknir og gljáandi og þriflegir, að þeir höfðu aldrei verið eins áður. Konungurinn varð svo ánægður, að hann gerði Lárus að stallmeistara, lét sauma handa honum fagran einkennisbúning með rauðum og bláum snúrum og fjölda af silfurhnöppum á brjóstinu og ermunum. Og svo fékk hann líka ríflegt kaup, svo að hann gat lagt marga dali í handraðann í hverri viku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.