Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1994, Side 8

Æskan - 01.06.1994, Side 8
VÖXTURINN OG ÞYNGDIN Kæri Magnús! Ég er ein af þeim sem eiga í vand- ræðum með vaxtarlagið og þyngdina. Ég reyni að létta mig, drekk bara léttmjólk eða undanrennu, læt ekki sykur út á neitt og reyni að gæta vel að því hvað ég borða og hve mikil fita er í því. En ég hef einn galla: Ég er sælgætissjúk og æst í sætabrauð. Ég hef reynt að hætta að borða sælgæti en ég byrja alltaf aftur. Viltu vera svo góður að svara mér! Fituklessa. Kæra vinkona! Auðvitað er gott að vera vel á sig kominn en maður verður að gæta þess að borða ekki svo lítið að maður verði vannærður, slappur og orkulaus. Lík- amsrækt getur auðveldlega gengið út í öfgar. Maður veröur að bera virðingu fyrir líkama sínum. Hann er sá eini sem manni er látinn í té! Hugsaðu vel um hann og kallaðu þig alls ekki fituklessu ...! Það er gott að þú hjólar. Það eykur bæði þol og vöðva. Þegar vöðvar stækka, t.d. af mikilli hreyfingu, brennir maður hitaeiningum (kaloríum). Þess vegna er nauðsynlegt að hafa hreyfing- una sem fjölbreyttasta. En vandamál þitt er sykurát - eins og þú segir sjálf. Þegar þú borðar sælgæti eykur þú sykurinn í líkamanum um of. Hann er skammtímaorka. Þegar þú hættir að borða sykur tekur það lík- amann eina til tvær vikur að jafna sig aft- ur því að hann kallar á þessa orku. Gott ráð: Borðaðu ávexti eða popp- korn alltaf þegar þig langar í sælgæti. Hafðu sneiðar af gulrótum, gúrku eða káli í ísskápnum til að grípa í þegar þú situr við sjónvarp eða ert að læra. Það er þá sem maður hámar í sig! Gangi þér vel og mundu: Engin fitu- klessa... ÞOLFIMITÍMAR FYRIR UNGLINGA Magnús! Hvenær eru þolfimitímar hjá þér fyrir þrettán ára unglinga? Ég á við hvaða daga og klukkan hvað. Ég var að hugsa um að byrja í haust! Til hamingju með góðan árangur! Solla Bolla. um orsök hans. En ég leitaði til læknis og hann svaraði á þessa leið: Hlaupastingur stafar af krampa í þindinni. Hægt er að koma í veg fyrir hann með því að nota þindaröndun, anda inn í gegnum nefið og út um munninn. Þindaröndun má æfa með því að liggja á bakinu með hendurnar á magan- um, anda fyrst að sér í gegnum nefið (þá á maginn að lyftast) og síðan frá sér út um munninn (þá fer maginn aftur niður). Þessa aðferð er sjálfsagt að nota þegar skokkað er og hlaupið. Best er að vera þá ekki nýbúinn að borða og gæta skal þess að fara hægt af stað. Hægt er að verjast hlaupasting með því að halda niðri í sér andanum og spenna út magann. Þakka ykkur fyrir bréfin, kveðja, Svar: Þakka þér fyrir bréfið! Það er gaman að heyra að þú ert að hugsa um að byrja í þolfimi. Hér eru nokkrar upplýsingar sem koma vonandi að góðum notum: Við erum með þolfimi fyrir unglinga í „Aerobic Sport" að Faxafeni 12 í Reykjavík. Þar erum við líka með sýn- ingahóp sem er kallaður Landsliðið. Allir sem vilja geta verið með í honum. Tímar eru á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudög- um kl. 15.45. Greiðsla fyrir einn mánuð í senn er 2900 kr. en þriggja mánaða kort kosta 6800 kr. Frekari upp- lýsingar má fá á staðnum. Nú er bara að drífa sig af stað og koma í heimsókn. Hjá okkur er frábært félags- líf. Sjáumst! Svar við bréfum frá „Hlaupasting" og „Tveimur úthaldslausum“: Menn hafa ekki verið á einu máli um hvernig best væri að bregðast við hlaupasting - og jafnvel ekki 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.