Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 51
53
leifssonar bónda á Hafursá, dáinn um 1785. Þau Eyjólf-
ur og Sigurveig komu hér til lands bnigin að aldri, lífs-
baráttan var hörÖ lengst af; vörðust þau jafnan skuldum
og voru sjálfbjarga. Þrjú börn af fyrra hjónabandi komu
með Eyjólfi vestur um haf og eru þau hér talin: 1. Guð-
mundur (Oleson), trésmiður, býr í Victoria Beach, giftur
Gíslínu Gísladóttir frá Finnstöðum í Köldukinn, eiga sex
börn uppkomin. 2. Guðbjörg, giftist Arna Jóhannesi
Pálssyni Bjarnasonar, fæddur á Kambastöðum í Ljósa-
vatnsskarÖi um 1 869. Þrjú börn þeirra eru á lífi. Guðbjörg
dó2I.jan. 1908. Árni dáinn 25. sept. 1935. Svanhvít,
dó í Hólabygðinni í sept. 1894. Af seinna hjónabandi
verða þessi börn talin: 1. Guðrún Stefanía, fædd 1880,
gift Árna Jóhannesi Pálssonar (áðurgetið), seinni kona
hans, býr hún í HólabygÖinni. Fimm börn þeirra á lífi.
2. Guðni Júlíus, (G. J. Oleson) fæddur 1882. StundaÖi
landbúnað í HólabygÖinni frá 1899 til 1911, hefir síÖan
búið í Glenboro. Giftur Guðrúnu Kristínu Tómasdóttir
Jónssonar frá Hólum í Hjaltadal. Þau eiga þrjú börn á
lífi. 3. Kristján AÖaljón (C. A. Oleson), fæddur 1884,
tvígiftur. Fyrri kona hans Sigfríður Einarsdóttir, Benja-
mínssonar og konu hans Ásu Benjamínsdóttir, fædd á
Hvappi í ÞistiIfirÖi 9. ág. 1879, dáin 24. febr. 1921.
Fjögur börn þeirra eru á lífi. Seinni kona Kristjáns er
Margrét Sigurjónsdóttir Jónssonar.ættuð af Austurlandi,
var hún áður gift hérlendum manni, á tvö börn af fyrra
hjónabandi. Þau Kristján og Margrét eiga tvö börn.
Kristján hefir altaf búið í Hólabygðinni. 4. Halldór
Tryggvi, fæddur 1887, dáinn 7. júní 1911, mesti efnis-
maður.
JÓN JÓNSSON nam sv. i sec. 22-8-1 3. Var hann ætt-
aður úr Þingeyjarsýslunni, bjó faÖir hans á Grasgeira
tilheyrandi Núpasveitinni, er var heiðarbýli. Móðir Jóns
hét Geirlaug Gunnarsdóttir og kom hún vestur um haf
með syni sínum og var jafnan hjá honum. Hún var
kona með miklu líkamsþreki og hafði hún langa æfi að
baki er hún kom til þessa lands. Kona Jóns var Dorothea
S. SiguiÖssonar, ættuð af Melrakkaslétlu, var hún systur-
dóttir Halldórs Árnasonar bónda í Argylebygðinni og