Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 61

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 61
63 (national legislative representative) í Washington 1918. AS þeim tíma liðnum var hann kosinn vara-forseti Bandalagsins, og fluttist þá til Minneapolis, Minnesota. Þrem árum síðar, 1922, hlaut hann kosningu sem forseti þess, og settist t>á að í Detroit, Michigan, þar sem það hefir aðal-skrifstofur sínar. En Fljózdal laetur sér fleira við koma heldur en verkamannamálin, þó þau séu eðlilega aðal-áhugaefni hans. Hann er kirkjumaður ágætur, og á sæti í fulltrúa- ráði kirkju sinnar í Detroit. Ber hann einkum fyrir brjósti hag sunnudagsskólans og hin ýmsu félög karlmanna innan kirkjunnar. Hann er einnig áhugasamur félagi í Reglu Frímúrara, hefir tekið hin hæstu stig innan regl- unnar, og skipað þar virðingarstöður. Hann er góður ræðumaður og skemtilegur, að dómi kunnugra; enda er sótt eftir honum til ræðuhalda bæði í félagsdeildum verkamanna og margskonar öðrum félögum víðsvegar um Michigan-ríki. Fljózdal kvæntist 1893, í Warren, Minnesota, mynd- ar og ágætiskonu af sænskum ættum. Eiga þau fimm börn á lífi. Dættur þeirra eru: Mrs. Madelin Pagel, Minn- eapolis, Minnesota; Mrs. Edna Wagner, Detroit, Mich- igan; Mrs. Olive Sweet, St. Paul, Minnesota; og Mrs. Myrtle Frary, Marshall, Minnesota. Sonur þeirra, Leonard Frederick, er framkvæmdarstjóri (district manager) Pont- iac-deildar General Motor félagsins í Grand Forks, N. D. Öll eru börn þeirra Fljózdals-hjóna hin mannvænlegustu. Yngsta barn þeirra, efnispiltur, dó nær hálf-þrítugur. Síðan hann fluttist frá Minneota 1889 hefir Fljózdal að mestu verið fráskilinn löndum sínum, að undanteknu árinu 1917-1918 (talið frá hausti til hausts), er hann og fjölskylda hans áttu heima í Winnipeg. Heyrði hann því eigi íslenska tungu talaða árum saman. Fer þó fjarri, að hann hafi týnt henni niður, og varð eg þess var þegar við áttum tal saman nokkrum sinnum í Reykjavík sum- arið 1930. Enda hefir hann jafnan fylgst með íslenskum málum, bæði með því að lesa íslenzk blöð og með heim- sóknum á æskustöðvarnar í Minnesota-nýlendunni ís- lenzku. Kunnugt er mér einnig um, að Fljózdal átti um eitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.