Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 12

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 12
iSS FRÓÐI. ætlaöi að blístra og gaf frá sér hljóö, sem ómögulegt er aö ná meö bókstöfum. •*Það gleöur mig, aö þér þekkið Kent”. sagöi Beverley. “Hvar kyntust þiö?” Jazon frændi skríkti og strauk skinnlausa skallann hrufótta, þar sem höfuöleðriö haföi áður skotið upp hárum. “Ó, víöa, á ýmsum stööum”, svaraöi hann. “Þér sjáið háriö, sera hangir þarna á veggnum?’’ Hann benti á þurran hár- vöndul, er hékk á veggnum. “Þetta er höfuöleðrið af mér, he! he! he!” Hann hló eins dátt og þetta væri sérstakt fagnaðar- efni. “Símon Kenton getur sagt yöur góöa skrítlu af þvíatviki! Rauöskinnar héldu að ég væri dauður og tóku hausleöur mitt; en ég var ekki dauöur. Ég gabbaöi þá eins og þussa. Þegar þeir voru farnir, reis ég upp og haföi mig af staö. Hausinn á mér var sár og blóðugur, og ég var sjóöandi reiður viö þá hund- ingja”. Hann þvældi saman ensku og frönsku í tölu þessari svo fim- lega, aö erfitt var aö skilja hann. Brettunum og fettunum er ekki unt að lýsa. Sagan var löng, en hann sagöi hana skemtilega. Aö ending sagöi hann hjartanlega glaður: “Það kemur margt fyrir í heiminum. Ég náði aftur færi á helvítis Rauðskinnanum sem fló mig, og ég miöaöi gamla byssu- hólkinum mínuin á hann. Ég er ekki góður aö skjóta og hefi aldrei verið, —en það vildi svo til að ég hitti hann í vinstra aug- aö er ég miðaði á, og það á þrjú hundruö fetum. Hann stakst á hausinn; ég hljóp til hans og fann gamla hausleðrið mitt á beltinu hans. Nú, nú, ég brá hnífnum mínum á hausleörið á honum, leysti niitt af beltinu hans, og hafði svo báöa menjagrip- ina, he! he! he! Spyrjið þér Símon Kenton, þegar þér sjáiö hann. Hann var á ferðinni um sama leyti; þeir létu hann “hlaupa um traðirnar”,* og höfðu nálega barið úr honum lífiö, úrþvættin þessi!” . * Þetta crðtak er skýrt síðar í sðgu fessari. ÞÝÐ.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.