Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 35

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 35
FRÓÐI. 131 “Langar yöur þá virkilega til þess að kynnast mér?” spuröi hún. En áður en hann gæti svarað stökk hún upp og sagði: ‘•Hamingjan hjálpi mér, þetta er tuttugasta og áttunda stræti, er það mögulegt?’’ Svo þaut hún út og hann á eftir henni. Þau voru á 28, strætinu. “Eg bý á 29. stræti”, mælti hún, „eigum við ekki að kveðj- ast hérna?“ “Eg held nú ekki”, mælti hann, og var sem henni þætti ekkert miður þó að hann væri svona fljótur að skera úr þessu. Þau gengu nú þegjandi þangað til þau komu að stóru múr- hýsi, er stóð dálítiö frá strætinu. Mjög virðulegur dyravörður kom þar fram og hneigði sig fyrir henni. En þegar hann sá Seabury, þá var sem honutn félli ketill í eld. Snoðnu, nýrökuðu kjálkarnir hlupu niður og hnén skulfu eins og strá í vindi. Hún tók samt ekki eftir því. Hún sneri sér að Seabury, horfði beint í augu honum og rétti fram hendina. “Góða nótt”, mælti hún. “Verið þér nú svo riddaralegur að koma ekki upp um mlg, þó að þér verðið þess vísari hver ég er. Eg — ég ber engan kala til yðar”. Hann tók í hönd hemiar og hélt henni stundarkorn, en slepti henni þó aftur. “Eg bý hérna”, mælti hann ofur rölega. Hún vissi varla hvað hún átti að hugsa og horfði spyrjandi frarnan í hann. “Það er skrítilegt”, sagöi hún og var eins og hálf-óróleg. “O, ekki svo mjög skrítið. Eg bý hér sem baslari, en hefi nú verið í burtu í þrjá mánuði. Hérna er lykillinn minn”, bætti hann við hálfhlæjandi. Og svo fleygöi hann farangri sínum í dyravörðinn og kinkaði kolli til hans um leið og sagði vingjarn- lega: “Þú hefir ekki búist viö mér þenna eða næsta mátiuð, Vil- • hjálmur?” “Svona stendur þá á því”, mælti hún brosandi og var nú orðin rjóð í kinuum. “Eg er ekki búin að vera hér nema hálf- an annan dag”.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.