Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 31

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 31
FRÓÐI. 177 “Þér þekkið mig alls ekki”, sagði hún þá kuldalega. “Nei, náttúrlega ekki, ekki vitundar ögn, en ég er að tala við yður”. “Já, sér er nú hvað samtalið. En hvað alt þetta er autnk- unarlegt”. “En þar sem við vorum bæði bundin saman, hvernig getum við annað en talað um það’ Þegar rnaður er buudinn fastur við annan, þá er þó leyfilegt að tala við hann”. “Við erum búin að tala alt of mikið”, sagði hún hálfbyrst. “Nú erum við óbundin og ég get ekki séð hvaða afsökun við get- um haft til að tala um nokkurn hlut--------sjáið þér nokkra?” “Já, vissulega”. “Hver er hún?” “Hvað það væri hlægilegt að géva það ekki. Væri það ekki hlægilegt af okkur, ef að þér væruð í öðrum vagninum og ég í öðrum og værum bæði hálfærð af leiðindum?” “Ætlið þér þá”, mælti hún, “að ég þurfi endilega að hafa einhvern hjá mér, til þess að deyja ekki úr leiðindum?” “Nei, langt frá, en ég þarf að —” “Það liggur nærri því að vera ósvífið”. “Það var fjarri mér, að attla mér að vera það. Það hljótið þér þó að vita”. H ún horfði nú út um gluggann. “Mér þætti gaman að vita”, mælti hann, ,,hvort þér þekk- ið —“ ,,Ég vil ekki tala um neina sem ég þekki, við yður“ mælti hún. ,,Þá skulum við tala um fólk, sem ég þekki“, sagði hann nú brosleitur og blíðmæltur. ,,Æ, verið þér nú ekki að þessu“. „Æ, leyfið mér“. ,,Nei“. ,,Ætlið þér þá ekki að fyrirgefa mér?“ ,,Ég skal gleyma“. „Mér?“ ,,Já, vissulega11.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.