Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 3

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 3
A K U R E Y R I Þessa dagana sýnir L. M. A. gamanleik- inn Vængstýfða engla eftir franska rithöf- undinn Albert Husson, undir stjórn hins ágæta leikstjóra Benedikts Arnasonar. Þeir sem séð hafa sýninguna ljúka upp einum munni um það, að sjaldan hafi leikfélaginu tekizt betur í starfi sínu en einmitt nú. iÞað er gleðilegt til þess að vita, að í skólanum skuli vera til nemendur, sem geta gert jafn erfiðu verkefni jafn góð skil. Félagsmálastarfsemi nemenda, hverju nafni, sem hún nefnist, krefst ævinlega mik- illar vinnu og alúðar af þeirra hálfu. Stundum hefur það viljað brenna við, að nemendur hafa látið námið sitja á hakan- um, til þess að geta sinnt hugðarefnum sín- um. En það er erfitt að þræða hinn gullna meðalveg í þessu efni, sem öðru og þegar uppskeran í garði Thalíu er jafn ríkuleg og nú er, er ástæðulaust að sýta liðnar stundir. Það sigrar enginn án fórna né uppsker án þess að sá. Og það er óhætt að óska hinum ungu leikurum og öðru starfsliði leikfélags- ins til hamingju með sína uppskeru. Þetta verkefni var þeim til sóma. — Leikritið „Vængstýfðir englar“ er ekki nýtt af nálinni, það hefur verið sýnt í öllunr helztu leikhúsum Evrópu og Ameríku og alls staðar vakið mikla kátínu. Efnið er að vísu ekki viðamikið en fyndnin er hárfín og leikritið samið af mikilli list og þekk- ingu. Fyrir nokkrum árum sýndu mennta- skólanemar úr Reykjavík leikritið í Iðnó, n i n n Ó L A N S Á VÆNGSTÝFÐIR ENGLAR og einnig var sýnd hér ágæt kvikmynd, byggð á leikritinu, með þeirn Humprey Bo- gart, Peter Ustinov og Aldo Ray í aðalh.lut- verkum. Leikritið f jallar um þrjá sakafanga á Djöflaey og kaupmannsfjölskyldu, sem þeir hjálpa úr ýmis konar kröggum af góð- mennsku sinni og „skörungsskap". Einnig koma mikið við sögu tveir frændur kaup- M U N I N N 55

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.