Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 20

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 20
mæli. í samræmi við þessar breyttu aðstæð- ur var tekið að veita leyfi til kl. 23 eitt kvöld í viku til viðbótar. Með tilkomu setu- stofunnar munu væntalega verða nokkrar breytingar á lokunartínra heimavistanna. Æskilegt væri, að annaðhvort flyttist hann nægilega langt fram, til þess að fella mætti vikuleyfin alveg niður eða kvikmyndahúsin færðu sýningartímann fram um hálftíma. í bráðina tel ég ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi leyfanna, sem á að heita lýð- ræðislegt og er það í mörgum tilfellum, en oft getur verið erfitt að sjá, hver er vilji meirihluta vistarbúa." Þengill Oddsson, Baldurshaga: „Það fyr- irkomulag, sem nú er á leyfum, er að mörgu leyti úr sér gengið. Eg held, að það yrði ágæt tillaga, að þess yrði farið á leit við stjórnir kvikmyndahúsanna, að þau hæfu sýningar kl. 20.30, eða hálftíma fyrr en verið hefur. Bæði er það, að tíminn milli kvöldmatar og þar til sýning hefst, fer að miklu leyti til ónýtis, og að öruggt má heita, að hægt yrði a. m. k. í flestum tilfellum, að loka vistunum kl. 23. Einnig mætti skjóta þeirri tillögu að, að vistir yrðu opnar til kl. 23, þegar vora tekur, því að fátt er skemmti- legra en að taka sér gönguferð á björtu vor- kvöldi.“ Þýzkukennsla. Undarlegt má telja, að þýzkan, sú skemmtilega tunga, skuli ekki kennd meira en raun ber vitni í 4., 5. og 6. bekk mála- deildar, það er 3 tímar á viku í 4. og 5. bekk og 3i/2 tími í 6. bekk. Sést af þessu, að þetta mál er hornreka í skólanum. í 3. bekk, þar sem byrjað er að kenna það, eru í því 4 tímar í viku, og í 4. bekk stærðfræðideildar ]íka 4, eða fleiri en í 4. M. Til samanburðar má geta þess, að latínu- kennsla er 6 tímar á viku í 4., 5. og 6. bekk máladeildar, og þó kunna stúdentarnir úr máladeildinni flestir sáralítið í latínu. Heyrt hefur undirritaður einn af latínu- kennurum skólans segja, að mjög æskilegt væri að minnka latínukennslu í 5. og 6. bekk, en auka þýzkukennslu að sama skapi. Vill undirritaður hér með koma þeirri til- lögu á framfæri, að svo verði gert, enda má fullvíst telja, að margir innan skólans séu því hlynntir, jafnt kennarar sem nemendur. Fimmtubekkingur. Ástarbrautin. Einhvers staðar stendur: „Hálir eru vegir ástarinnar." Mörgunr finnst þetta vel heim- fært á hina svonefndu „Ástarbraut“ okkar heimavistarnemenda, er liggur milli skóla og heimavistar, því að oft lrefur hún í vetur verið hál og hættuleg. Varla kostaði það stórfé að dreifa sandi á brautina, svo að hún yrði fær venjulegum mönnum. Veit ég, að ég mæli þar fyrir munn margra, er ég fer þess á leit við þá, sem hlut eiga að því máli, að brautin verði sandborin í hálkum. Skólablaðið. Það hefur mjög þótt brenna við, að nem- endur, er rita í skólablaðið, láti ekki nafns síns getið, en birta greinar sínar í þess stað undir alls konar bjánalegum dulnefnum. Auk þess, að blaðið verður óskólalegt, er það leiðinlegt fyrir lesendur að vita ekki eftir hvern lestrarefnið er. Eru þessir nemendur virkilega svo hug- lausir, að þeir þori ekki að taka dómum verka sinna, en fela sig heldur í bleyði- myrkri dulnefna? — Eitt er víst, að flestum finnst það stór galli á skólablaðinu, að mik- ill hluti efnis þess er kominn frá dularfull- um höfundum, er sennilega álíta ritsmíðar sínar svo lítilfjörlegar, að ekki sé vogandi að gangast við þeim. Sorprit. Margt hefur verið rætt og ritað um hin svonefndu sorprit, en lítið gert að því af menntamönnum að bæta þá andlegu fæðu, er alþýðan hefur valið sér. Hér er verkefni fyrir ung skáld þjóðar okkar. Úr því að fólkið vill léttar ástar- og (Fra.mhald á bls. 74.) 72 m u N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.