Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 10

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 10
Mikill hlátur Jakob: Svo fórum við aftur heim til Jóns Óttars og vorum bara að spjalla og ... já fram undir morgun. Gauti: Síðan héldum við áfram að fagna á föstudaginn, en það er önnur saga. Jens: Já, þá slógum við botninn í þetta. Jakob: Það er nú ekki á hverjum degi sem við vinnum Iðnskólann. Hlátur. Ritstj.: Finnst ykkur ekkert erfitt ab standa fyrir framan fullan sal af fólki og flytja ræbu? Jakob: Nei, nei. Gauti: Nei, þetta venst. Jens: Þegar maður kemur upp í pontu og er kannski búinn að æfa ræðuna í fimm daga, þá er eins og salurinn verði bara móða. Svona ský fyrir framan mig. Jakob: Maður er kannski alveg geðveikt stressaður fyrir keppni en svo þegar maður er kominn upp í pontu er þetta ekkert mál. Ritstj.: Hvab geribi til ab auka sjálfstraustib fyrir keppni? Gauti: Við erum náttúrulega alveg að deyja úr sjálfstrausti. Jens: Já, strákarnir fengu nokkur stressköst fyrir keppnina. Mikill hlátur Valur: Það var einn sem fór út í Lystigarð til að slappa af. Jakob: Hann var farinn á taugum. Gauti: Hann þurfti aðeins að róa sig niður kvöldið fyrir keppni. Hlátur Jakob: Nei, við stöppum bara stálinu hver í annan. Ritstj.: Tekur þetta áhugamál ekki mikinn tíma frá ykkur? Jens: Jú, ég missti t.d. viku úr námi. Hlátur Gauti: Þetta kom sérstaklega hart niður á Jens, hann lærir alltaf svo mikið heima. Jens: Já, ég er mjög skipulagður í námi, svo klikkar kerfið og þá verður þetta helvíti slæmt. Jakob: Þetta tekur geðveikan tíma. Jens: En það er gaman að þessu. Allir í kór: Já, það er gaman að þessu. Jens: Ætliði ekki að spyrja okkur hvernig okkur gekk að skrifa ræðurnar? Ritstj.: Jú, hvernig gekk ykkur ab skrifa ræburnar? Jens: Það gekk bara fínt að skrifa ræðurnar. Hlátur Ritstj.: Hafib þib orbib varir vib ab fólk, þó sér í lagi stúlkur, horfi á eftir ykkur í skólanum þar eb þib erub orbnir „frægir"? Hlátur Gauti: Valur, svara þú þessu. Hlátur 10 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.