Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 28

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 28
til að vera ekki með yfirgang, enda hefði þá skapast sú hætta að þeir hefðu komist á vergang, Langagang, hótelgang og endað í gæðingakeppni. Næsta ferð sem boðið var niður á var í Zoomarin, en þangað fóru afar nokkrir. Heima á hóteli var pantað heilt bretti af alkaseltzer töflum. í Zoomarin var gaman. Jeppasafaríið var meira svínaríið: Mold, skítur, ryk, drulla og ummm. Þar var étinn piri-piri kjúklingur en hann var til allrar lukku dauður. Ella missti af ferðinni þar sem hún fór að tala við Salmon og hermar það Enginn, markvörður Tyrklands. Fjallaferð til Monchique fyrir þrjá. Keyrt um í skilgreindri langferðabifreið (sbr. fyrsti kapítuli) og gaman. Vatnsrennibrautagarðurinn var stærri en vatnsrennibrautin í Akureyrar-sundlaug, enda kallaður The Big One eða á þýsku „Der grofie Eins". Ekki var laust við að þeir sem þangað fóru væru nokkuð blautir. Lissabon. (Stórmarkaður utan tveir sem fóru í skoðunarferð og sáu m.a. Formúla 1. Renault kappakstursbíl). Stóráfall fyrir kreditkortið. Yfirvigt í rútunni heim, if not less. Kiddi enski fékk miða á 1. farrými. Báts- og megrunarferð til eitthvað á ekta eftirlíkingu af glæsilegri seglskútu. Blóð, sviti og tár og eitt allsherjar umhverfisslys. Fyrsta skipti sem fólk borgar fyrir að láta sér líða illa. (Hér er ekki gert ráð fyrir ferðum á tannverkstæði). Matur og drykkir innifaldir að undangenginni sjálfvirkri magatæmingu að ógleymdum gullaldarhúmor fararstjóranna. Það er gaman á sjó Þórleifur. Hér var fólki nóg boðið og borgaði fyrir ferðirnar fyrir utan einn sem fékk fyrir ferðina og entist honum fengurinn alla leið heim. Hann var með dollaramerki í augunum. Skemmtanalíf og dauði Örvar lýsti yfir ánægju sinni með þáttinn „gegnum glerið" á rás eitt og sýndi það á myndrænan hátt. En þessi umræddi Örvar er ásamt félaga sínum Arnari Bill þekktari fyrir afskipti 28 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.