Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Síða 11

Muninn - 01.11.2004, Síða 11
 ■. % Undanfarið hefur mér undir- '• rituðum virzt sem þjóóhverfur ; | hugsunarháttur sé nokkuð ^ ríkjandi meðal íslenzku * þjóðarinnar, vísa ég hér i meðal annars til umræðu um Iinnflytjendur og þann vanda sem margir telja að af þeim stafi. Þjóðhverfur hugsunar- háttur er þegar fólk dærnir framandi siði og venjur út frá r sinni eigin menningu og siðum. Rétttrúuðum múslimum er til v dæmis fyrirmunað að skilja hvernig kexkaka og vínsopi getur táknað líkama og blóð Krists, en í huga kristins manns þykir ekkert sjálfsagðara. Þjóðhverfur einstaklingur stað- setur eigin menningu í miðjuna og raðar öllum öðrum þjóóum á kvarða eftir þvi hve mikið þær líkjast hans eigin þjóð. Þjóðhverfan hugsunar- hátt má ef til vill bezt að skýra með dæmi. Gott dæmi um hann má nefna fordóma gegn hundaáti. Á íslandi hefur þaó ekki tíðkazt að leggja hunda sér til munns vegna tengsla mannsins við hundinn (bezti vinur mannsins, o.s.frv), en í Kína og í Brasilíu er sú hefð ekki eins rik og þar af leiðandi þykir það sjálfsagt mál aó borða hunda. Sá sem er Wí þjóðhverfur á erfiðara með að uppgötva aðra menningu og siði vegna þess aó hann sér einungis góðar eóa lélegar eftirlíkingar af sinni eigin. Þjóðhveifiur hugsunarháttur getur verið skaðlegur þar sem hann ýtir undir kynþáttafordóma, skapar óvild milli hópa og stendur í vegi fyrir breytingum. Þrátt fyrir það er þjóðhverfur hugsunarháttur ekki alslæmur, til dæmis getur hann reynzt gagnlegur við aó styrkja samtöðu innan þjóðar og trú hennar á eigin siði og hefðir. Andstæða þjóðhverfs hugsunarháttar er afstæðis- hyggja, en þaó þýóir að menning sé afstæð og ekki sé hægt að skilja menningu nema út frá henni sjálfri. Samkvæmt því er útilokað að fiokka menningu eftir gæðum, siðgæði eða þróunarstigi, öll menning er hvorki góð né slæm, hún einfaldlega er. Samkvæmt kenningunni er bæði hægt að skilja hundaát, mannát og barnamorð út frá menningarlegu samhengi. Eftirfarandi dæmisaga getur ef til vill varpað skýrara ljósi á málið: „Höfðingi mannætuættbálks í Afríku og trúboði voru að ræða saman á árum heimstyrjaldarinnar fyrri. Trúboðinn var að segja mannætunni fi-á því gífurléga mannfalli sem orðið hafði í stríðinu og mannætan spyr trúboóann hvernig í ósköpunum þeir ætli að fara aö því að torga öllu þessu magni af kjöti sem til félli við þetta. Trúboðinn svarar nú hálfhneykslaður að vestrænar þjóðir séu nú siðmenntaðri en svo aö þeir leggi sér sína eigin tegund til munns. Þá gapti mannætan í forundran og spurói hverslags vfirgengilega villimennska þetta væri nú eiginlega að vera að drepa allt þetta fólk algjörlega að óþörfu.‘' -Ásgeir Berg /( iJm

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.