Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.11.2004, Qupperneq 19

Muninn - 01.11.2004, Qupperneq 19
í að fá hornsneið. Hornsneið - jú það er pítsusneið sem er með tveimur skorpuhliðum og er það sem flestir mötuneytissvaðilfarar óttast. Ég komst þó á endanum yfir þetta og settist niður hjá mönnum sem hétu allir Kiddi. Það sem ég sá fyrst á þessari stórfurðulegu pítsu var að skinkan var í reimum en ekki í sneiðum eða bitum. Hvernig mötuneytinu tókst að komast yfir skinku- reimar er mér mikil ráðgáta en þær voru líklega það besta sem ég hef nokkurntíman fengið á mötuneytispítsu. Enda býst ég við því að ráðast að næsta svíni sem ég sé með blaðatætara til að geta prufað svona reimar á samlokur og fleira. Annað meðlæti var annars ágætt, bragðið af kryddpylsunni var þó ekki ósvipað vindli en það skemmdi ekki sérstaklega mikið fyrir. Reyndar var hornsneiðin algert óæti enda 80% skorpa og mig grunar að þessar skorpur séu úr einhverskonar keramiki, því aðeins örfáir kjálkar þola álagið sem fylgir neyslu þeirra. Frönsku kartöflurnar voru á margan hátt mjög íslenskar, kaldar, harðar... og síðan kryddaði ég þær alltof lítið. Reyndar staðfestu rannsóknir það síðar að stolnar kartöflur bragðast töluvert betur en þessar hefðbundnu þannig að ég mæli með stórfelldum kartöfluþjófnaði við allar aðstæður. **** Sunnudagur 14/11 Hádegi og kvöld: Ég veit ekki hvað þeir voru margir, grísirnir sem dóu til þess að þessi purusteik yrði að veruleika en þeir geta svo sannarlega hvílt í friði því þetta var einn af þessum frægu „ég kláraði matinn minn!” réttum sem birtast við og við hér á Lundi. Salatbarinn var ferskari en regnskógur og augnskanninn var í ansi hýru skapi. Aðalrétturinn var nú frekar einfaldur og gamla „kjöt, sósa og kartöflur“ formúlan var upp á sitt besta. Puran var stökk og bragðmikil, fitan var sáralítil og ekki skemmdi fyrir að kartöflurnar voru nánast eðlilegar. ísinn var það eina sem setja má útá. Ég er kannski bara svona gamaldags en ég sakna virkilega þeirra daga sem ísinn var bara með einni bragðtegund, samanber súkkulaðiís. Hinsvegar virðist stefnan hjá þessu bijálaða mötuneyti vera að hafa a.m.k. 12 bragðtegundir í hveiju ísboxi. Ég fékk mér eina kúlu af banana- súkkulaði-frostlögs-ís og eina af áður óþekktri blöndu af bragðtegundum. Þegar allt kom til alls bragðaðist þetta eins og ískaldur kóngabijóstsykur...**** Mánudagur 15/11 Hádegi: Sjávarréttasamsuða með grænmetissósu og osti ofan á, bragðaðist eins og mjög venjulegur mánudagsfiskur. Enn sem fyrr mætti vera meira bragð af matnum en kannski vantar bara ástina í matargerðina... Eitthvað var þó athugavert við kartöflurnar (eins og æði oft vill vera) en til að bæta það upp borðaði ég bara meira af brauðinu. Súpan, sem sökum þynnku var alveg á mörkunum að geta kallast súpa, var ágæt til síns brúks.*** Kvöld: Soðnar kjötbollur með hvítkálsjafningi. Hvað varð um hvítkálið og flotið góða? Að koma með þennan hvítkálsjafning í staðinn er hneyksli. Kannskierþettaleið til að koma hvítkálinu í fólk en ráðlegg ég bryta að leita betur í hugmyndabankanum. Kartöflurnar voru gijót- harðar og brögðuðust eftir þvi. Bollurnar héldu þó fyrri gæðum. Ofan á allt var svo hár í jafningnum og eru þessháttar uppákomur heldur algengar, allavega fyrir mína parta.** Meðaleinkunn fyrir máltíðir vikunnar er 3.57 stig af sex mögulegum. Telst það hreint ágætis árangur hjá mötuneytinu, þónokkuð yfir meðallagi. Þegar á heildinaerlitiðtelégaðmötuneytið sé þónokkuð yfir meðallagi. Þó svo ég hafi afar takmarkaðan samanburð er orðið á götunni betra af þessu en af flestum öðrum skólamötuneytum. Ég vil hrósa fyrir vel heppnaðan salatbar, en hann er bráðnauðsynlegur eins og gangiýnin gefur til kynna. Fjölbreytnin er mikil og oftast getur maður fundið eitthvað sem manni líst vel á. Grænfóðrið á þó til að slappast og þá sérstaklega gúrkusneiðar morgnunverðarborðsins sem að mínu viti eru skornar niður í of stórum skömmtum og tapa því ferskleika sínum. Morgunmatur á viðhaldsffíum nemendagörðum Lundar er sér kapítuli út af fyrir sig og gef ég honum sex stig af sex mögulegum. Þar á sálarlíf mitt stóran þátt 1 rausnarlegri einkunnargjöf. Að vakna sársvangur, vitandi það að hafa verið án næringar í versta falli í hálfan sólarhing gerir í; I *L’ . f i. r V 1 '&:) -1 (

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.