Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 26

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 26
22 stúlkan vildi fyrir aungan mun lokka köttinn frá húsinu, og rak hana hvert sinn aptur með harðri hendi. En einu sinni var stúlkan komin lángan spöl áleiðis, þegar henni varð litið aptur og hún sá hvar kisa kom skokkandi í hámót á eptir. Hún sneri þegar við og kom kisa þá móti henni mjög glaðleg og vingjarnleg. Stúlkan vildi hverfa heim aptur, en kisa sat kyr þar sem hún var komin, og sýndist ófús á að fylgja henni í þá átt. Tók stúlkan hana þá upp og bar hana í fángi£sjer alla leið heim aptur. Eptir þetta tilræði, var kisa lokuð inni í hvert skipti, sem slúlkan fór kynnisfarir sínar, og þess vandlega gætt, að hún elti hana ekki. þ>essu fór fram þrjá mánuði, en bæði af því að stúlkunni hafði lítt rjenað óyndið og eins af hinu, að eldri systir hennar fór um það bil til Vesturheims, þá tóku foreldrar hennar hana heim til sín í hinnár stað. Nú leið svo vika, að ekkert bar til tíðinda. J>á var það einn dag að stúlkunni varð litið út um glugga í húsinu, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Hún sá þá í því bili hvar ketti var fleygt út úr ketsölubúð einni skamt á burtu í strætinu hinum megin. Kisa lallaði þá að næstu búð, hnypraði sig upp í krók- inn hjá búðartröppunum og húkti þar. Stúlkunni sýndist þessi köttur furðu líkur gömlu vinkonu sinni og kallaði því á hana nokkrum sinnum með nafni. Kisa heyrði þegar hljóðið og fór að skima í allar áttir og kom loks auga á stúlkuna í glugganum og var þá ekki leingi að hugsa sig um. Hún þaut yfir götuna og nam staðar á stjettinni neðan undir glugganum og mjálmaði sáran og vonarlega. Stúlkan liljóp þá ofan og út á götuna og þar stóð gamla vinkona hennar nötrandi af kulda í krapinu á stjettinni, og hafði loks náð að komast alla leið. En auð- sjeð var á henni, að það hafði ekki geingið þrautalaust, því kisa var orðin æði þunn á svánginn, slæpt ogj úfin og illa til reika. Stúlkan iljaði nú mjólk og keypti ketbita handa henni, svo hún náði sjer fljótt eptir ferðalagið. Næsta dag brá stúlkan sjer til hinna fornu húsbænda sinna og sagði þeim, hvar kisa var niður komin, og varð hún þess þá líka vísari, að fyrstu þrjá dagana eptir að hún fór úr vistinni, hafði kisa ráfað út og inn hvað eptir annað, og verið óróleg móti veniu. Fjórða daginn bar upp á sunnudag og ráfaði þá kisa um eldhúsið fram eptir deg- inum, en um kvöldið var hún horfin og sást ekki síðan. Hún hefur því verið á ferðinni fulla þrjá sólarhrínga, en öllum var það óskiljanlegt, hvernig kötturinn gat komist einn svo lánga leið, því vegurinn var röskur hálmtíma gángur og um margar götur að fara og krókóttar. En líklegt þótti þeim, að kisa muni einhvern tíma hafa fylgt stúlkunni leingra en hana grunaði; þó var það ekki nema tilgáta. jþau urðu nú öll ásátt um, að kisa feingi að vera, þar sem hún var komin, og eiga ekki á hættu, að láta hana flækjast á milli og lenda í hundakjöptum og naut kisa trygðar sinnar að þessu. Kisa var mjög óróleg fyrst í stað hvert sinn sem stúlkan fór að heiman, en þegar hún sá að stúlkan kom altaf aptur, spektist kisa bráðum. Nokkrum árum síðar fór stúlkan búferlum til Vesturheims með foreldr- um sínum. J>au tóku kisu með sjer og þar var hún á lífi 1883 hjá vinkonu sinni, og var þá komin hátt á þrettánda ár. Hún var vel hraust ennþá og í góðum þrifum, en gráhærð var hún orðin og mjög sjóndöpur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.