Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 1

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 1
/ ferd sinni um ítalíu hefir meistari Niels Th. Thomsen heimsátt hið merkilega hús, er geymir frœgasta son landsins, áhrifamiklu móti gripid inn í sögu d’Annunzio er fæddur 12. marz 1863 í Pescara, sem er lítill og leið- inlegur smábær við strönd Adria- hafsins. Hús það er hann fæddist í, hefir síðan 1926 verið ríkiseign. Faðir hans hafði áður heitið Rapag- netta, en löngu áður en Gabriele fæddist, hafði hann tekið sér nafn- ið d’Annunzio. Sjálfur hefir d’Ann- unzio sagt svo frá fæðingu sinni: d’Annunzio og í eftirfarandi grein segir liann frá hinu sérvitra skáldi, sem oft liefir med pjódar sinnar, og sem er alt í senn: skáld, einbúi, flugmaður og fursti Hver er frægasti maður Italíu? — Mussolini, munu margir svara, enda þótt frægð hans, sem nú er nýlega fimtugur, sé tiltölulega ung. Aðrir munu nefna Marconi, sem fyrir löngu er orðinn heimsfrægur fyrir hina merkilegu upp- götvun sína. En í raun og veru getur það ekki leikið á tveim tungum, að kunnasti maður Italíu er skáldið Gabriele d’Annunzio. Gabríele d’Annunzio hefir haft afar mikil áhrif á ítalskar bókmentir og þjóðernistilfinningu. Af mörgum æfisögum hans er sérstök ástæða til að nefna útgáfu eftir Federico Nardelli, sem vak- ið hefir afar mikla athygli, vegna þess, hve op- inská hún er. Einstakir kaflar hennar mega svo að segja skoðast sem vægðarlausar afhjúp- anir. Flugufregn um að hún hafi verið bönnuð á Italíu, vegna hinna berorðu lýsinga á einkalífi furstans, hefir ekki verið hægt að stað- festa.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.