Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 105 svæði, lyfti upp smárri og velhirtri hönd sinni og kallaði háum rómi: »Faðir minn, það er ég. Sídí ....« Þá gall við skot, og kúla hitti hann mitt í ennið. Svipurinn á andliti hans gerbreyttist og þurkaðist út. Höfuðið seig niður, lík- aminn riðaði til og hneig niður í sandinn. svo skrjáfaði í silkibúningnum. Lontzen fleygði sér niður yfir hann og reif og togaði í hann. »Sídí — nei, nei þú verður að bjarga okkur!« Jafnvel í þessv-m kringumstæðum brosti Caverly einkennilega út í annað munnvik- ið. Þarna uppi á sandöldunum lá iiinn voðalegi Tagar með riffilinn í höndunum og eggjaði menn sína. Og hérna neðra lá sonur hans, hinn ungi og efnilegi maður. sem faðirinn hafði ætlað að gera að hern- aðarsnillingi. Ef örlögin ættu hirðfífl á vegum sínum, hlutu þau nú að veltast um í hlátri. »Hann er dauður!« stundi Lontzen. »Cav- erly — Guð minn góður - Sídí-inn er dauður!« Caverly stökk til hliðar undan úlfalda. sem kom æðandi fram á milli tjaldanna. Annar úlfaldi kom hlaupandi beint á móti þeim og rak upp hás hálshljóð. Hann datt um tjaldstögin. »Gáið að!« Cavcrly þreif í handlegginn á Lontzen og kipti honum til hliðar, um leið og úlf- aldinn steyptist og prjónaði öllum fjór- um fótum upp í loftið. Meðan úlfaldinn var að brölta á fætur, sleit Lontzen sig lausan og fleigði frá sér rifflinum. Hann þreif báðum höndum í ullina á úlfaldakryppunni. og nú varð Cav- erly vitni til alveg óvænts fimleikaafreks. Glfaldinn brölti á fætur, óður af hræðslu, og Lontzen hékk á honum. Það var engu líkara. en að ósýnileg hönd fleygði honum upp í loftið eins og bolta. Það var skringi- leg sjón að sjá Lontzen svífandi í lausu lofti í náttfötunum einum. Fæturnir slett- ust sinn í hvora áttina, og svo datt hann klofvega ofan á hálsinn á úlfaldanum og krækti saman fótunum utan um hann. Aftan til við tjöldin víkkaði dældin og myndaði tungu milli tveggja sandhæða. og var þar dálítið skarð i hring ræningj- anna. Þar var því einasti staðurinn, sem nokkur von gat verið um undankomu. Gæti nú »riddarinn« beint úlfaldanum í þá átt, gæti hann í 12—15 stökkum komist út úr heljarógnum þeim. sem dundu á tjöldun- um, og síðan haldið áfram út í eyðimörk- ina. Lontzen reyndi af öllum mætti að sveigja úlfaldanum í þessa áttina. En fæl- inn úlfaldi æðir eins og vitlaus óhemja. Skepnan þaut á stað beint upp bröttustu sandölduna, þar sem skothríðin var áköf- ust. og var alger ógerningur að víkja hon- um minstu ögn til hliðar, hvernig sem Lontzen hamaðist og bölsótaðist og kipti í taumana. Úlfaldinn þaut áfram, og langur háls- inn og höfuðið vaggaðist til og sveiflaðist á báða bóga í samræmi við skeiðhraða dýrsins sjálfs. — Lontzen hélt sér dauða- haldi með höndum og fótum og lá hálf- vegis á grúfu milli háls og kryppu. Þannig þeyttust þeir áfram báðir beint í áttina til óvinanna. og sandmökkurinn þyrlaðist um þá. Sem snöggvast bar þá báða við him- in á hæztu sandöldunni, svo hurfu þeir á bak við brúnina. Meðan þessu fór fram, hafði Caverly staðið grafkyr og glápt á þenna merkilega viðburð. sem aðeins stóð yfir fáeinar sek- úndur, alveg eins og hann væri það eina, sem vert var að sjá’. Þetta gerðist svo brátt og umsvifalaust. að það virtist koma Zúai-unum alveg óvænt. Þeir voru því ekki viðbúnir að beina skotum sínum í áttina til þessara skringilegu tvímenninga, sem þeyttust rétt fram hjá nefinu á þeim. Cav- erly þóttist viss um, að Lontzen hefði kom- ist undan og væri nú kominn úr skotmáli langt út á eyðimörkina. Hann tók nú riffilinn. sem Lontzen hefði fleygt frá sér, og rendi augunum eftir sandöldubrúninni, þar. sem óvinirnir lágu í leyni. I sama bili varð hann þess var, að einhver stóð skáhalt fyrir aftan hann og skaut hverju skotinu á fætur öðru úr fínhleyptum riffli. Skarpir skothvellirnir glumdu rétt við eyrað á honum. Hann leit um öxl, og sá, að þetta var Bóadicsea Trevers. Unga stúlkan hafði bersýnilega yerið farin að hátta, þegar hin óvænta árás Tagars skall á. Hún hafði verið búin að taka af sér sólhjálminn og farin úr treyj- unni, og blússa hennar var hálfvegis hnept upp. Aðra fótavefjuna vantaði. og hékk upphnept skálmin niður um beran legg- inn. Hárið þykt og brúnt þyrlaðist um höfuð henni og umkringdi andlitið. Ilún skaut öllum skotunum úr rifflinum og þerr-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.