Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 13
HEIMILISBL AÐIÐ 107 Hún leit á líkið silkiklædda. sem lá rétt fyrir framan þau, og það fór hrollur um fana, eins og megnum kulda slæi að henni. ^Hvað ætlið þér að gera?« mælti hún. »Hafið þér aldrei, þegar þér voruð lítih skemt yður við að grafa í sandinum á sjávarströndinni og grafa yður sjálfa nið- ur í sandinn — nema bara andlitið? Pað eigum við nú að gera — aðeins með þeirri breytingu að nú verðum við að hylja and- litið líka.« Með aðstoð stúlkunnar hafði Caverly nú grafið gr.yfju, sem var nægilega stór til þess, að þau gætu legið þar samhliða öll þrjú og teygt úr sér. »Eyðimerkursandurinn er til allrar ham- ingju miklu léttari en sjávarsandur og þurr langt niður eftir,« sagði hann. »Hann hrynur út yfir og sléttir úr sér, þegar honum er sópað í hrúgu, og við getum því breitt hann yfir okkur án þess- að nokkur vegsummerki sjáist. Skothríðinni hafði nú alveg slotað og grunsamleg kyrð ríkti úti fyrir. Nú var fyrstu árásinni lokið, og þótt Caverly sæi það ekki, var hann samt viss um, að nú mundu ræningjarnir vera í þann veginn að gera stormhlaup á tjaldstöðina og flest- ir þá á hlaupum. en aðeins fáir á úlföld- um. Skot lestarmanna voru einnig hætt. Á hverju augnabliki gat maður búist við að heyra þessa morðingja koma þjótandi Caverly og litli félagi hans grófu eins hart og títt, og hendur þeirra megnuðu frekast. Sandgryfjan var nú tveggja feta djúp. »Nú er nóg komið,« sagði hann að lok- um. »Leggist þér nú iður þarna megin.« Hann fór úr skyrtunni og reif hana sundur í tvent. Unga stúlkan lagðist á bakið ofan í sandgryfjuna, og hann braut skyr,tuhelminginn saman og breiddi yfir andlit hennar, svo að sandurinn kæmist ekki að nefi hennar, munni og augum. »Ég vona að léreftið sé nógu gisið ti’ þess, að þér getið andað í gegnum það,« sagði hann. »Þér megið ekki anda of sterkt. heldur jafnt og rólega.« Hann sóp- aði nú sandi ofan á hana, þangað til and- litið eitt var eftir. Svo huldi hann það einnig sandi. »Svona!« sagði hann. »Getur þetta verið svona? « »ja—á!« sVaraði hún í hálfkæfðum róm. Caverly velti nú líki höfðingjasonarins ofan í gryfjuna hinu megin. Hér þurfti hann ekki að hafa fyrir því að breíða yfir andlitið. Hann þakti alt líkið sandi og sett- ist síðan sjálfur í miðja gryfjuna milli hinna tveggja, lífs og liðins. Hann sópaði fyrst ofan á fæturnar á sér. Hann gerði þetta mjög vandlega og gætti þess vel, að alt liti sem eðlilegast út. Svo lagðist hann flatur á bakið og haug- aði ofan á kvið og brjóst, Alveg upp undir hendur. Hann þrýsti olnbogunum inn að hliðunum og hafði hendurnar frjálsar. Með lægni hepnaðist honum að henda lér- eftinu yfir andlitið á sér, og nú fann hann, hvernig sandurinn hrundi saman um höf- uðið á honum og fylti hárið og eyrun. Skothríðinni fyrir utan hafði nú alveg slotað, og ægileg þögn ríkti. rétt áður en hríðin skall á. Caverly velti höfðinu til og frá á ýmsa vegu, svo það grófst dýpra niður í sand- inn. Með miklum erfiðleikum gat hann nú sveigt hendurnar þannig, að hann gat sóp- að sandinum yfir léreftið. sem huldi and- litið, svo að sandurinn lá jafnt og slétt. Að lokum dró hann að sér hendurnar, og sandurinn huldi þær þegar algerlega. Hann fann sandinn hvíla á andliti sínu og enni; en hann var ekki viss um, hvort hann huldi það alveg. Hann vonaði það þó. Pögnin og kyrðin fyrir utan hafði nú varað svo lengi. að mannlegum taugum var nærri orðið um megn að þola hana. En alt í einu kvað við ógurlegur hávaði og gauragangur: skot og óp, og geysileg öskur, sem skotið gátu hugrökkum skelk í bringu. Jörðin nötraði undir fótum úlf- aldanna, svo þau Caverly og Bó Trevers fundu það greinilega. V. Tæpasta vaðid. Á örfáum sekúndum hafði ræningja- flokkurinn framkvæmt áhlaup sitt og tek- ið tjaldborgina. Úr lifanda gröf sinni heyrði Caverly hinn djöfullega tryllings- gang fyrir utan tjaldið. Allskonar hljóðum ægði saman: fótatak hinna þungu dýra. sem ruddust áfram, skrjáf og nudd í söðulgjörðum, vopnagnýr, stunur og blástur, og inn á milli ægilegur hlátur. öðru hvoru kvað við skotkvellur. eins og skotið væri með köldu blóði og vel yfirlögu ráði. Pað var auðheyrt, að mer.n Tagars gengu hreint að verki. Peir skildu aldrei særða menn eftir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.